Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 111
A l l i r Í s l e n d i n g a r e r u b l á t t á f r a m f r a m k væ m d a g l a ð i r TMM 2012 · 2 111 fari framandi orðspor þar sem allt er annaðhvort til mikillar fyrirmyndar (útópía) eða þá í kaldakoli (dystópía).7 Sagnfræðingurinn Sumarliði Ísleifsson hefur fengist töluvert við ímynd Íslands erlendis og bendir á í grein sinni „Fyrirmyndarsamfélagið Ísland“, hvernig „[u]ppruni og menningarlegur bakgrunnur, þjóðfélagsstaða, svo og persónuleg, stjórnmálaleg og trúarleg viðhorf hafa áhrif á hvernig fjallað er um tiltekið viðfangsefni“ (Sumarliði Ísleifsson 2002: 126). Það er því kannski ekki að undra að Þjóðverjar, sem margir hverjir vilja sínkt og heilagt meina að þeir séu skipulags­ og öryggissjúkir, þrætugjarnir og gagnrýnir, geri svo gott sem ekkert að óyfirlögðu ráði, séu allrahanda hjarðdýr og komi þar að auki frá landi þar sem náttúru og landslagi svipar til nágrannalandanna – skuli falla í stafi yfir meintu frjálsræði og hvatvísi landans sem ríma svo vel við óútreiknanlega og magnaða náttúruna. Og eins og fyrr getur liggur viss bannhelgi á þjóðernisstolti í Þýskalandi og mætti leiða líkur að því að sumir Þjóðverjar finni vissa fró í því að útmála ættjarðarást Íslendinga. Með öðrum orðum gæti þetta haft eitthvað með það að gera hvernig höfundar myndu vilja sjá hlutunum hagað í heimalandinu og máske er íslenski hællinn að ein­ hverju leyti sniðinn af þannig að fóturinn megi passa í skóinn? En ekki er þó hægt að segja að þessar meiningar séu alfarið úr lausu lofti gripnar. Margir þeir íslensku viðmælendur sem teknir eru tali í verkunum gera enda í því að básúna framangreind atriði, berja sér á brjóst, setja upp víkingahjálminn, teyga brennivínið, skófla í sig hákarlinum og fullyrða að hinn almenni Íslendingur lesi Íslendinga sögurnar, sé einkar meðvitaður um sögu sína og uppruna, berji í það minnsta saman kvæði fyrir skúffuna og sé sískapandi. Svo útilokar hann auðvitað ekki tilvist álfanna. Allt vitnar þetta um einhvers konar framandleikaþörf sem er ágætlega kristölluð í einum kaflanum hjá Andreu Walter, „Okkur skortir álfana“8, þar sem hún ræðir við Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, um álfatrúna og bendir hann henni á að ef til vill sé áhugaverðara að pæla í hvað fær þýska blaðamenn til að garfa í viðlíka málefnum og bætir við að slíkt sé eitthvað sem aðrar þjóðir hafi fyrir löngu gloprað niður í gegnum rationalisma, kirkjuna og vísindin (Walter 2011: 168). Og það er hugsanlega heila málið. Og hver vill svo sem lesa um Jón og Gunnu sem aldrei hafa ort neitt, lesa sjaldan, eiga ekkert sameiginlegt með þúsundþjalasmiðnum Kidda vídeó­ flugu, eru ekki andlega skyld Björk Guðmundsdóttur og nenna ekki fyrir sitt litla líf að pæla í íslenskri menningararfleifð? Það er að segja eitthvað sem líkast til gæti orðið ofan á væri ímyndinni og þránni eftir framandleika ýtt til hliðar; blákaldur veruleikinn. En hver hefir svo sem áhuga á veruleikanum? Allir Íslendingar eru jú listamenn og sannarlega einstakir í sinni röð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.