Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 118
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n
118 TMM 2012 · 2
Varir
lagðar að vegg
sem stendur lengi enn
og þegir mót veðrum
en kvöldin eiga greiða leið um herbergin
sumarkvöld
í skærum litum
það er þá
sem tómur bíll hverfur útúr borginni
Þetta ljóð hefur alltaf orkað sterkt á mig – varirnar, veggurinn, herbergin,
sumarkvöldið og þessi tómi bíll; ætli sitji ekki „tómur maður“ við stýrið?
Það má lesa ljóðið sem endalok ævintýrs eins og þess sem greinir frá í ljóðinu
„Straumar“ hér að framan.
Að þylja heiminn
En nú, mörgum árum síðar, sést að þetta ljóð er ekki beinlínis til vitnis
um þá leið sem Jónas kaus að fara í framhaldi af fyrstu bókinni. Hann
hefur náð tökum á áhrifaríkri myndsköpun, án þess að skýr merking sé
færð í fang lesandanum – þetta hefur sumum þótt eitt af megineinkennum
módernismans – en í ljós átti eftir að koma að Jónas var ævinlega á varð
bergi gagnvart þessum hæfileika sínum. Ef hugað er að tjáningarhætti og
fyrrgreind þrjú ljóð úr fyrstu bókinni borin saman við ljóðin „Á bersvæði“
og „Alpaþorp“, má fá hugmynd um þá stefnu sem ljóðskáldið tók í tímans
rás. En vissulega eru þættir í fyrstu bókinni sem áttu eftir að setja sterkan
svip á skáldskap Jónasar alla tíð. Hann var náttúruskáld sem undi sér vel á
„málsvæði heiðagæsa“, eins og sést í ljóðinu „Þú sem býrð handan árinnar“.
Á því svæði verður maður að kunna að þegja og leitast við að nema fram
andi mál. Og þetta á ekki aðeins við um hálendið, þar sem venjast þarf
„baksvip“ fjallanna, heldur einnig hafið, eins og sést í ljóðinu „Frummál“ í
Hliðargötum, þar sem „sjórinn talaði við mig / ég hlustaði en reyndi ekki að
skilja / ég hlustaði eins og ströndin hlustar / ég reyndi ekki að snara heim
inum yfir á mitt mál“. Seinni hluti þessa ljóðs (HG 31) greinir nánar, og með
indælli kímni, frá þessum samræðum:
Sjórinn hélt áfram lengi
að tala við mig rólega
og ég hélt áfram lengi
að hlusta og vera rólegur
þetta var ekki óskylt því
er blíðmenni sefar kött