Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 138

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2012 · 2 inni menningu. Í Bernskubók er barnið í öruggu umhverfi með sínum nánustu á Skinnastað, í faðmi náttúrunnar og í daglegri rútínu. Á Skinnastað ríkir rósemd, í París ókyrrð. Þegar Sigurður Pálsson var barn var hann oft spurður þeirrar leiðinlegu spurningar hvað hann ætlaði sér að verða þegar hann yrði stór. Og svarið var alltaf á sömu leið: Ég ætla mér að verða gullsmiður, listmálari og rithöf­ undur. (Bernskubók, bls. 103). Í þessari röð! Listmálari varð hann aldrei. En rit­ höfundur varð hann sem og gullsmiður. Gullsmiður orða. Soffía Auður Birgisdóttir Landnámsmaður og útlagi Jón Yngvi Jóhannsson: Landnám. Ævi- saga Gunnars Gunnarssonar. Mál og menning 2011. „Hver er þá margumtöluð „staða Gunn­ ars Gunnarssonar“ í íslenskum bók­ menntum?“ spyr Jón Yngvi Jóhannsson undir lok hinnar ríflega 500 blaðsíðna bókar sinnar um ævi Gunnars og verk hans. Segja má að bók Jóns Yngva sé öðru fremur tilraun til að svara þessari spurningu og það gerir hann með ítar­ legri og vandaðri úttekt á æviferli Gunnars og skáldverkum hans. Og hér er ekki aðeins skoðuð staða Gunnars í íslenskum bókmenntum heldur er höf­ undarferill hans einnig settur í sam­ hengi danskra og norrænna nútímabók­ mennta. Það er í stöðugri samfléttun þessa tveggja þátta – ævinnar og skáld­ skaparins – sem gildi verks Jóns Yngva liggur ekki síst. Auk þess sem hann rekur sig eftir ævi Gunnars með tilvísun til fjölda heimilda og gagna kafar Jón Yngvi dýpra í skáldverk höfundar en venja er í þeim ævisögum íslenskra rit­ höfunda sem út hafa komið á undan­ förnum áratugum. Landnám, ævisaga Gunnars Gunnarssonar er því jafnt bók- menntasaga sem ævisaga og fer vel á því í tilviki höfundar sem oft á tíðum hefur lent utangarðs í íslenskri bókmennta­ umræðu og danskri bókmenntasögurit­ un. Umræða um Gunnar Gunnarsson og verk hans á ótvírætt heima í bók­ menntasögum beggja heimalanda höf­ undarins – eins og Jón Yngvi sýnir fram á – og færi vel á því að bók hans kæmi einnig út á dönsku og fyllti þar upp í eyðu í danskri bókmenntasögu. Þegar Gunnar Gunnarsson sneri heim til Íslands, fimmtugur að aldri árið 1939, vafðist bókmenntaleg staða hans hvorki fyrir Íslendingum né Dönum. Hann var meðal mest lesnu rit­ höfunda í Danmörku og bækur hans auk þess vinsælar í öðrum löndum Evr­ ópu, einkum í Þýskalandi. Danir héldu honum kveðjuveislur og bókmennta­ prófessorinn Hakon Stangerup kveður hann á prenti með þeim orðum að hann yfirgefi Danmörku „frægur, elskaður og dáður“. Hann bætir við að þótt Gunnar sé á förum frá landinu þá „yfirgefur hann ekki danskar bókmenntir“. Jón Yngvi bendir á að þessi orð Stangerups séu fullkomlega eðlileg á þessum tíma: „Gunnar var svo áberandi í dönsku menningarlífi á öðrum, þriðja og fjórða áratugnum að það var óhugsandi fyrir vellesinn og gagnmenntaðan gagnrýn­ anda eins og Stengerup að ímynda sér að hann myndi hverfa gersamlega af sviðinu“ (350). Sú varð þó raunin; Gunnar hvarf af sviðinu ásamt öðrum íslenskum höfundum sem höfðu skrifað á dönsku. Það er merkileg þverstæða að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.