Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 2 139 þjóðerni höfundar virðist skipta meira máli en tungumálið sem er þó óneitan­ lega sá efniviður sem bókmenntirnar eru smíðaðar úr. Íslendingar tóku vel á móti Gunnari við heimkomuna og í þekktri grein eftir Kristin E. Andrésson er honum líkt við víking sem er snúinn aftur heim, sigur­ sæll eftir vel heppnaða utanför. Mynd­ mál um sigursæla víkinga og landnám fylgdi lengi umræðunni um Gunnar og verk hans og átti hann reyndar sjálfur stóran þátt í útmálun þeirrar goðsagnar, eins og Jón Yngvi ræðir (sjá t.d. bls. 371). Segja má að víkingaminnið sé önnur af tveimur goðsögum sem lengst hafa fylgt Gunnari Gunnarssyni. Hin er skýringar­ sögnin sem bendir á móðurmissi Gunn­ ars sem helsta hvata og drifkraft skáld­ skapar hans. Rætur þeirrar skýringar liggja reyndar að mestu leyti í Fjallkirkj- unni, skáldverkinu sem Gunnar byggði á bernsku sinni og manndómsárum, en hið sálfræðilega módel sem skýringin byggist á er útfært ítarlegast í bók Sigur­ jóns Björnssonar sálfræðings Leiðin til skáldskapar, hugleiðingar um upptök og þróun skáldhneigðar Gunnars Gunnars- sonar (1964). Jón Yngvi er mjög meðvit­ aður um þessar tvær goðsagnir um Gunnar og þótt hann kjósi að hafa orðið Landnám að bókartitli þá stýrir hann fagmannlega fram hjá helstu klisjunum sem þeim tengjast og tekst oft að varpa nýju ljósi á staðnaða umræðu, eins og nánar verður komið að. Landnámsmaður heima og erlendis Landnám er reyndar vel til fundinn tit­ ill á ævisögu Gunnars Gunnarssonar. Jón Yngvi bendir á að titillinn hefur margs konar tilvísanir og auðvelt er að sjá Gunnar sem mann sem nemur lönd í fleiri en einum skilningi. Landnám er líka yfirskriftin sem Gunnar valdi bóka­ flokknum sem hann skrifaði um sögu Íslands og tilurð íslenskrar þjóðar. Bækur Gunnars sem falla í þann flokk eru fimm, Fóstbræður, Jón Arason, Jörð, Hvítikristur og Grámann, eða sjö, ef Svartfugl og Heiðaharmur eru taldar með. Sjálfur mun hann hafa stefnt að því að hafa bækurnar tólf talsins (288). Gunnar útskýrði yfirskriftina þannig að „hver kynslóð þyrfti að nema landið upp á nýtt og berjast fyrir sjálfstæði sínu“ (287) og Jón Yngvi bætir við: „Gunnar var sjálfur útlagi í framandi landi, hann þurfti að nema land í Danmörku og í dönskum bókmenntaheimi. Sögulegu skáldsögurnar má sjá sem framhald þessa landnáms, Gunnar vildi flytja Ísland til danskra lesenda […]“ (287). Þá bendir Jón Yngvi einnig á að hugsjón Gunnars Gunnarssonar um sameiningu Norðurlanda megi skilja sem eins konar landnám. Og hugtakið landnám kemur einnig við sögu þegar Gunnar sest að á Skriðuklaustri með þann draum að ger­ ast þar stórbóndi, og nýtt landnám hefst þegar sá draumur bregst og Gunnar sest að í Reykjavík í fyrsta sinn, sextugur að aldri. Einnig notar Jón Yngvi landnáms­ hugtakið þegar Gunnar tekur á efri árum að þýða eða endursemja þau verka sinna sem hann frumsamdi á dönsku yfir á íslensku: „Þýðingarnar voru honum enn eitt landnámið, tilraun til að rótfesta hann sjálfan og höfundarverkið í íslenskum bókmenntajarðvegi“ (457). En það sem situr eftir í huga lesanda ævisögunnar er þó fyrst og fremst hið einarða landnám sem Gunnar Gunnars­ son vann á sviði bókmennta í Dan­ mörku á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar. Það er ævintýri líkast og með ólíkindum hversu hratt vinsældir hans dvínuðu og nafn hans féll í gleymsku í Danmörku þegar líða tók á síðari hluta aldarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.