Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 59
A f v e r k u m o g k ö n g u l ó m TMM 2013 · 1 59 brögð sögupersónunnar eru fyrirsjáanleg; í stuttu máli, til að draga allar þessar ásakanir saman í eina, þá er það herfilegur skortur á skáldskap sem gerir það að verkum, að mati Bretons, að skáldsagan er óæðri grein. Ég er þá að tala um ljóðlistina eins og súrrealistarnir og öll nútímalistin lofsungu hana, ekki sem bókmenntagrein, bundið mál, heldur sem ákveðinn skilning á fegurðinni, sprengingu hins yfirnáttúrlega, dásamlega stund í lífinu, sam- þjappaða tilfinningu, frumlegt sjónarmið, heillandi undrun. Breton leit svo á að skáldsagan væri sjálf ekki-ljóðlistin. 4 Fúga: eitt stef leiðir af sér röð af laglínum í kontrapunkti, flæði sem heldur sömu einkennunum, sömu hrynjandi, einingu allt til enda. Eftir Bach, með tilkomu klassíkurinnar í tónlist, breytist allt: stef laglínunnar verður lokað og stutt; svo stutt að það verður nánast ómögulegt að nota eitt stef; til að byggja upp voldugt tónverk (það er að segja umfangsmikið verk) verður tón- skáldið að láta hvert stefið koma á fætur öðru; þannig varð til ný list bygg- ingarinnar sem best birtist í sónötunni, höfuðformi klassíska og rómantíska skeiðsins. Til að láta eitt stef koma á eftir öðru varð þá að búa til millikafla eða, eins og César Frank sagði, brýr. Orðið „brú“ bendir til þess að til sé samsetning kafla sem hafa merkingu í sjálfum sér (þemu) og aðrir kaflar sem hafa það hlutverk að vera í þjónustu hinna án þess að vera eins sterkir eða mikil- vægir. Þegar maður hlustar á Beethoven er eins og að styrkurinn sé sífellt að breytast: stundum er eitthvað í aðsigi, gerist svo, er svo ekki lengur þarna, og annað er síðan í vændum. Í tónlist seinni hluta tónlistarsögunnar (klassíska og rómantíska skeiðið) er innbyggð þverstæða: hún telur tilvist sína byggjast á getunni til að tjá tilfinn- ingar, en um leið býr hún til brýr, niðurlagskafla, úrvinnslu, sem er beinlínis sprottin af forminu, afrakstur þekkingar sem hefur ekkert með persónur að gera en er nokkuð sem menn læra, og geta trauðla komist hjá því að lenda í rútínu með og nota sameiginlegar tónlistarformúlur (sem maður finnur stundum jafnvel hjá þeim allra stærstu, Mozart og Beethoven, en það er allt morandi í þessu hjá minni spámönnum sem voru þeim samtíða). Þannig er stöðug hætta á því að innblásturinn og tæknin verði viðskila; aðskilnaður varð til milli þess sem er sjálfsprottið og þess sem er unnið; milli þess sem vill tjá tilfinningu beint og þess sem er tæknileg úrvinnsla úr þessari tilfinn- ingu sem færð er í tónlist; milli stefjanna og uppfyllingarinnar (neikvætt orð en alveg hlutlægt; því það þarf í raun og veru að „fylla upp í“, lárétt, tímann milli stefjanna, og lóðrétt, hljóminn í hljómsveitinni). Sagan segir að þegar Mússorgskí hafi eitt sinn verið að leika sinfóníu eftir Schumann á píanó hafi hann stoppað áður en kom að úrvinnslunni og hrópað: „Og þá byrjar tón- listarstærðfræðin!“ Það er þessi útreiknaða, tillærða, mennt aða, skólalega,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.