Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 59
A f v e r k u m o g k ö n g u l ó m
TMM 2013 · 1 59
brögð sögupersónunnar eru fyrirsjáanleg; í stuttu máli, til að draga allar
þessar ásakanir saman í eina, þá er það herfilegur skortur á skáldskap sem
gerir það að verkum, að mati Bretons, að skáldsagan er óæðri grein. Ég er
þá að tala um ljóðlistina eins og súrrealistarnir og öll nútímalistin lofsungu
hana, ekki sem bókmenntagrein, bundið mál, heldur sem ákveðinn skilning
á fegurðinni, sprengingu hins yfirnáttúrlega, dásamlega stund í lífinu, sam-
þjappaða tilfinningu, frumlegt sjónarmið, heillandi undrun. Breton leit svo
á að skáldsagan væri sjálf ekki-ljóðlistin.
4
Fúga: eitt stef leiðir af sér röð af laglínum í kontrapunkti, flæði sem heldur
sömu einkennunum, sömu hrynjandi, einingu allt til enda. Eftir Bach, með
tilkomu klassíkurinnar í tónlist, breytist allt: stef laglínunnar verður lokað
og stutt; svo stutt að það verður nánast ómögulegt að nota eitt stef; til að
byggja upp voldugt tónverk (það er að segja umfangsmikið verk) verður tón-
skáldið að láta hvert stefið koma á fætur öðru; þannig varð til ný list bygg-
ingarinnar sem best birtist í sónötunni, höfuðformi klassíska og rómantíska
skeiðsins.
Til að láta eitt stef koma á eftir öðru varð þá að búa til millikafla eða, eins
og César Frank sagði, brýr. Orðið „brú“ bendir til þess að til sé samsetning
kafla sem hafa merkingu í sjálfum sér (þemu) og aðrir kaflar sem hafa það
hlutverk að vera í þjónustu hinna án þess að vera eins sterkir eða mikil-
vægir. Þegar maður hlustar á Beethoven er eins og að styrkurinn sé sífellt að
breytast: stundum er eitthvað í aðsigi, gerist svo, er svo ekki lengur þarna, og
annað er síðan í vændum.
Í tónlist seinni hluta tónlistarsögunnar (klassíska og rómantíska skeiðið) er
innbyggð þverstæða: hún telur tilvist sína byggjast á getunni til að tjá tilfinn-
ingar, en um leið býr hún til brýr, niðurlagskafla, úrvinnslu, sem er beinlínis
sprottin af forminu, afrakstur þekkingar sem hefur ekkert með persónur að
gera en er nokkuð sem menn læra, og geta trauðla komist hjá því að lenda
í rútínu með og nota sameiginlegar tónlistarformúlur (sem maður finnur
stundum jafnvel hjá þeim allra stærstu, Mozart og Beethoven, en það er allt
morandi í þessu hjá minni spámönnum sem voru þeim samtíða). Þannig er
stöðug hætta á því að innblásturinn og tæknin verði viðskila; aðskilnaður
varð til milli þess sem er sjálfsprottið og þess sem er unnið; milli þess sem
vill tjá tilfinningu beint og þess sem er tæknileg úrvinnsla úr þessari tilfinn-
ingu sem færð er í tónlist; milli stefjanna og uppfyllingarinnar (neikvætt orð
en alveg hlutlægt; því það þarf í raun og veru að „fylla upp í“, lárétt, tímann
milli stefjanna, og lóðrétt, hljóminn í hljómsveitinni). Sagan segir að þegar
Mússorgskí hafi eitt sinn verið að leika sinfóníu eftir Schumann á píanó hafi
hann stoppað áður en kom að úrvinnslunni og hrópað: „Og þá byrjar tón-
listarstærðfræðin!“ Það er þessi útreiknaða, tillærða, mennt aða, skólalega,