Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 62
M i l a n K u n d e r a 62 TMM 2013 · 1 7 Eftir 1948, á árum kommúnistabyltingarinnar í fæðingarlandinu mínu, átt- aði ég mig á því hvað ljóðræn blinda skipti gríðarmiklu máli á tíma ógnar- stjórnarinnar, skeiðinu þegar „ljóðskáldið ríkti við hlið böðulsins“ (Lífið er annars staðar). Mér varð þá hugsað til Majakovskís; í rússnesku byltingunni var snilld hans jafn mikilvæg og lögregla Dzerjinskis. Ljóðræna, það að umvefja allt ljóðrænu, ljóðræn orðræða, ljóðræn ákefð er fastur fylgifiskur þess sem kallað er heimur alræðisins; sá heimur er ekki gúlagið, heldur gúlag umkringt veggjum sem eru þaktir ljóðum og fyrir framan þá er dansað. Áfallið fyrir mig var ekki ógnarstjórnin sem slík, heldur það að ógnar stjórn- inni skyldi hafa verið pakkað inn í ljóðrænu. Á þessum tíma var ég bólusettur fyrir lífstíð gegn freistingum ljóðrænunnar. Það eina sem ég þráði þá heitt og innilega var skarpskyggni sem var laus við tálsýn. Hana fann ég loks í list skáldsögunnar. Það að vera skáldsagnahöfundur var því annað og meira en að fást við hverja aðra „bókmenntagrein“; það var afstaða, viska, skoðun; skoðun sem útilokaði hvers konar tengsl við stjórnmál, hugmyndafræði, siðfræði, hóp: viljandi, ákveðin, áköf ekki-samsömun sem ekki var hugsuð sem flótti eða hlutleysi, heldur andspyrna, ögrun, uppreisn. Enda lenti ég í undarlegum samræðum sem þessum. „Ertu kommúnisti, herra Kundera? – Nei, ég er skáldsagnahöfundur.“ „Ertu útlagi? – Nei, ég er skáldsagnahöfundur.“ „Ertu hægri- eða vinstrisinnaður? – Hvorugt. Ég er skáldsagnahöfundur.“ Allt frá því ég var ungur maður hef ég verið stórhrifinn af nútímalist, af málverkum, tónlist og ljóðum. En nútímalistin einkenndist af „ljóðrænum anda“, blekkingum um framfarir, hugmyndafræði hinnar tvöföldu byltingar, fagurfræðilegrar og pólitískrar, og smátt og smátt fékk ég óbeit á þessu öllu. Efasemdir mínar um anda framúrstefnunnar breyttu engu um hrifningu mína á verkum nútímalistarinnar. Ég var hrifinn af þeim og það jók enn hrifningu mína að þau skyldu verða fyrstu fórnarlömb ofsókna Stalíns; Cenek í Brandaranum var sendur í refsivist vegna þess að hann var hrifinn af list kúbistanna; þannig var það á þeim tíma: byltingin hafði ákveðið að nútímalistin væri óvinur hennar númer eitt enda þótt vesalings módernist- arnir þráðu það helst að lofa hana og prísa; ég gleymi aldrei Konstantin Biebl: frábært ljóðskáld (æ, ég kunni ljóðin hans meira og minna utanað!) og ákafur kommúnisti sem fór eftir 1948 að yrkja hryllilega ömurleg áróðurs- ljóð; skömmu seinna fleygði hann sér út um glugga á hellurnar í Prag og fargaði sér; í hans viðkvæmu persónu sá ég nútímalistina svikna, hlunn- farna, sem píslarvott, myrta, knúna til sjálfsmorðs. Tryggð mín við nútímalistina var því jafn ástríðufull og tryggðabönd mín við andljóðrænu skáldsögunnar. Þau ljóðrænu gildi sem Breton voru svo kær, sem allri nútímalistinni voru kær (samþjöppuð, kjarnyrt, flæðandi ímyndunarafl, fyrirlitning í garð „ómerkilegra stunda í lífinu“), það var nokkuð sem ég leitaði alfarið innan skáldsögunnar sem valdið hafði svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.