Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 64
M i l a n K u n d e r a 64 TMM 2013 · 1 Og skáldsagan: efasemdir um hin frægu einkunnarorð Balzacs, „skáld- sag an á að keppa við skráninguna í þjóðskrána“; þessi efi á ekkert skylt við ögrun framúrstefnumannanna sem skemmta sér við að sýna einhverjum bjánum hvað þeir eru nútímalegir; hann gerir einungis (svo lítið ber á) tækið til að framleiða blekkinguna um raunveruleikann þarflaust (eða nánast óþarft, valkvætt, ekki-mikilvægt). Í þessu sambandi, smá athugasemd: Ef persónu er ætlað að keppa við þjóðskrána verður hún fyrst og fremst að bera raunverulegt nafn. Allt frá Balzac til Prousts er ekki hægt að hugsa sér nafnlausa persónu. En Jakob hjá Diderot hefur ekkert ættarnafn og meistari hans hefur hvorki fornafn né ættarnafn. Panúrg, er það ættarnafn eða for- nafn? Fornafn án ættarnafns, ættarnafn án fornafns eru ekki lengur nöfn heldur tákn. Aðalpersónan í Réttarhöldunum er ekki Jósef Kaufmann eða Krammer eða Kohl, heldur Jósef K. Persónan í Kastalanum missir meira að segja fornafnið sitt og gerir sér einn einasta bókstaf að góðu. Die Schuldlosen eftir Broch: ein af aðalpersónunum ber bókstafinn A. Í Svefngenglunum eru Esch og Hugueneau ekki með nein fornöfn. Aðalpersónan í Manni án eiginleika, Ulrich, er ekki með neitt ættarnafn. Allt frá því ég skrifaði fyrstu smásögurnar mínar hef ég ósjálfrátt forðast að gefa persónunum nöfn. Í Lífið er annars staðar er aðalpersónan aðeins með fornafn, móðir hans er bara kölluð „mamma“, vinkona hans „sú rauðhærða“ og elskhugi hennar „sá fertugi“. Er þetta bara tilgerð? Ég gerði þetta á sínum tíma algerlega ósjálfrátt og það var ekki fyrr en seinna sem ég áttaði mig á merkingu þess: ég hlýddi fagurfræði þriðja skeiðsins: ég vildi ekki telja fólki trú um að persónurnar mínar væru raunverulegar og ættu sér ættartal. 10 Thomas Mann: Töfrafjallið. Heillangir kaflar þar sem fjallað er um persónurnar, fortíð þeirra, klæðaburð, talsmáta (allskyns málkæki), o.s.frv.; afar nákvæmar lýsingar á lífinu á heilsuhælinu; lýsing á sögutímanum (árin fyrir fyrri heimsstyrjöldina): til dæmis siðirnir á þeim tíma: mikill áhugi á ljósmyndun sem þá hafði nýlega verið fundin upp, allir eru sólgnir í súkkul- aði, teikningar sem voru unnar blindandi, esperantó, kaplar, hlustað á hljóm- plötur, miðilsfundir (Mann er sannkallaður skáldsagnahöfundur og notar til að lýsa tíðarandanum siði sem dæmdir eru til að gleymast hjá venjulegum sagnfræðingum). Löng og ítarleg samtölin afhjúpa upplýsingagildi sitt þegar þau fara út fyrir meginviðfangsefnin og meira að segja draumarnir hjá Mann eru lýsingar: eftir fyrsta daginn á heilsuhælinu sofnar Hans Castorp, söguhetjan unga; ekkert er eins hversdagslegt og draumurinn sem hann dreymdi þar sem viðburðir dagsins á undan eru endurteknir örlítið bjag- aðir. Við erum komin langt frá Breton sem lítur svo á að í draumum leiki ímyndunaraflið lausum hala. Þarna er hlutverk draumsins aðeins eitt: að kynna lesandanum aðstæður betur, festa í sessi raunveruleikablekkinguna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.