Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 87
Vi n n u m m i n n a : S t y t t u m v i n n u d a g i n n TMM 2013 · 1 87 32 Kolbeinn H. Stefánsson (2008). Sjá einnig Kolbeinn H. Stefánsson og Þóra Kristín Þórsdóttir (2010). 33 Kolbeinn H. Stefánsson (2008). – Einnig voru könnuð áhrif heimilis og fjölskyldu á vinnu. Spurt var um hvort fjölskyldulíf hefði truflað vinnu og um 10% tóku undir að það hefði gerst nokkrum sinnum í mánuði eða oftar. Svipað hlutfall var sammála því að heimilisstörf hefðu truflað vinnuna. Ísland kom hér aftur illa út í samanburði við önnur lönd. 34 Kolbeinn H. Stefánsson (2008) dregur svipaða ályktun. 35 Þess ber að geta að könnun var gerð árið 2010 á truflun á heimilislífi á Íslandi af völdum vinnu. Niðurstaðan var lík þeirri sem kynnt var hér að framan þó að tölurnar hefðu eitthvað breyst (Kolbeinn H. Stefánsson og Þóra Kristín Þórsdóttir, 2010). Hér má einnig benda á að umfang vinnunnar fyrir hrun var mögulega enn meira en í dag, þar með talið árið 2005 þegar könnunin var gerð, eins og kemur fram annars staðar í ritgerðinni. 36 Hagstofa Íslands (2011). 37 Í reynd er það þó þannig að þeir sem vinna fullan vinnudag, vinna að meðaltali um 45 stundir á viku, en ekki 40 stundir, sjá Hagstofu Íslands (2011). 38 Ef laun yrðu hækkuð samhliða styttingu vinnudagsins, er ekki víst að röksemdafærslan haldi. Það ylti þó á því hvort og hversu mikið framleiðni fyrirtækjanna ykist og hversu mikil launahækkunin yrði. Sjá Bosch og Lehndorff (2001). 39 Hagfræðingar segja oft að þeir sem komi fram með hugmyndir áþekkar þeim sem hér hafa verið settar fram geri ráð fyrir nokkrum forsendum sem séu ósannar. Í því felist rökvilla. Þessir hagfræðingar eiga það til að slengja fram þessari fullyrðingu án nánari röksemdafærslu. Þeim sem hyggjast mótmæla með röksemdum sem slíkum, er vinsamlegast bent á að lesa Walker (2000, 2007) en einnig Bosch og Lehndorff (2001). 40 Um það, sjá Bosch og Lehndorff (2001) og Walker (2000, 2007). 41 Kolbeinn H. Stefánsson (2008). 42 Kolbeinn H. Stefánsson (2008). 43 Benda má á að í lífsgæðavísitölu Sameinuðu þjóðanna (Human Development Index) hefur Ísland verið ofarlega (með mikil lífsgæði) í alllangan tíma – árið 2011 var Ísland í 14. sæti. Vísi- talan er reiknuð fyrir næstum 200 lönd á jörðinni (United Nations Development Programme, 2011). Þessi vísitala er ekki gallalaus, en gefur ágæta hugmynd um lífsgæði. 44 Hér má þó ekki gleyma fólki sem á um sárt að binda í kjölfar hrunsins og öryrkjum sem margir búa við slæm kjör. 45 Sjá Schor (1991). 46 Þetta er ekkert grín. Sumir ganga enn lengra, og segja að í framtíðinni verði allir atvinnulausir. Sjá Gorz (1978/1980). 47 Stefán Ólafsson og Kolbeinn Stefánsson (2005), kafli XVI. 48 Schor (1991), Bosch og Lehndorff (2001). 49 Líkt og kom fram í fyrri hluta, lið c), þá gætu sum fyrirtæki þurft að taka á sig kostnað vegna nýráðninga. Önnur fyrirtæki gætu mögulega aukið framleiðsluna, fyrir minni kostnað og vegna aukinnar eftirspurnar myndu þau geta ráðið fleira fólk án þess að auka kostnað (sjá nánari skýringar í Bosch og Lehndorff, 2011). Ómögulegt er að segja til um hve mörg þessi fyrirtæki yrðu í hvoru tilfellinu. Þetta er áhætta sem atvinnurekendur þyrftu að taka, enda er það áhætta sem gjarnan er notuð til að réttlæta arð til eigenda fyrirtækja. Hér er rétt að segja nokkur orð um þjónustufyrirtækin, sem eru mjög fyrirferðarmikil í hagkerfi Íslands, en um 70% vinnandi fólks vinna í þjónustustörfum. Í fyrri kafla, hluta c), var gengið út frá því að fyrirtæki geti afkastað álíka miklu fyrir styttingu og eftir, með því að endurskipuleggja vinnuna. Þetta gæti síður átt við um fyrirtæki sem sinna fyrst og fremst þjón- ustu, vegna þess að mörg störf innan slíkra fyrirtækja felast í því að vinna verk svo til jafnóðum og eftirspurnin á sér stað – þ.e. á skömmum tíma, nokkrum mínútum jafnvel, eftir að hennar verður vart og hvenær sú eftirspurn á sér stað er mjög háð viðskiptavinum fyrirtækisins, en viðskiptavinir verða varla endurskipulagðir. Dæmi um þetta eru t.d. bakarí, bókabúðir og ýmislegt í þeim dúr. Þetta þýðir að þjónustufyrirtækin gætu oft þurft að beita öðrum aðferðum til að tryggja að reksturinn yrði fyrir sem minnstum áhrifum af völdum skemmri vinnudags. Hér skulu nefndar nokkrar leiðir: a) vaktir séu endurskipulagðar, starfsfólki fækkað á tímum þegar lítil viðskipti eiga sér stað; b) að stytta opnunartíma og fá viðskiptavini til að eiga við-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.