Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 134
134 TMM 2013 · 1
Soffía Auður Birgisdóttir
Af hinum
fáheyrðu göldrum
skáldskaparins.
Einar Kárason. Skáld. Mál og menning
2012, 235 bls.
I
Með útgáfu á Skáldi, síðustu bókinni í
þríleiknum um Sturlungaöldina, bindur
Einar Kárason endahnút á verk sem
teygir anga sína út fyrir heim skáldskap-
arins og inn á svið íslenskra fræða þar
sem Einar endurvekur hina sígildu
spurningu um hver sé höfundur Njálu.
Sjálfur hefur hann svar á reiðum hönd-
um og telur að það sé „hafið yfir allan
vafa“1 og „nánast óhrekjandi“2 að Sturla
Þórðarson sé þessi höfundur sem manna
lengst hefur verið eftirlýstur á sviði
íslenskra bókmennta. Auk skáldsagn-
anna Óvinafagnaðar (2001), Ofsa (2008)
og Skálds (2012) hefur Einar Kárason
skrifað greinarkorn í Tímariti Máls og
menningar (3. hefti 2010) og lengri grein
í Skírni (haust 2012) sem miða að því að
renna stoðum undir þessa skoðun. Þá
hefur hann og viðrað þessar hugmyndir
sínar í fjölda viðtala í blöðum, útvarpi
og sjónvarpi og nú síðast á leiksviði í
Landnámssetrinu í Borgarnesi þar sem
hann bregður sér sjálfur í hlutverk
Sturlu Þórðarsonar af mikilli kúnst að
sögn þeirra sem séð hafa og á boðskap-
inn hlýtt.3 Í leiksýningunni segir Sturla
frá ævi sinni og ritstörfum og upplýsir
að hann hafi meðal annarra verka skrif-
að Grettis sögu, Fóstbræðra sögu og
Brennu-Njáls sögu, eins og einnig er
haldið fram í Skáldi. Það er naumast
annað hægt en dást að öllu þessu pró-
grammi Einars Kárasonar sem sett er
saman og framreitt af augljósri ástríðu
fyrir efninu og vissu um að höfundur
Njálu sé loksins fundinn. Sjálfsagt er þó
að minna á að Einar Kárason er ekki sá
fyrsti sem nefnir Sturlu Þórðarson til
sögunnar í leitinni að höfundi Njálu og
þiggur hann og ýmis rök þar að lútandi
frá öðrum, ekki síst Matthíasi Johannes-
sen, eins og hann tíundar ágætlega í
Skírnisgrein sinni. Viðbætur Einars við
þá kenningu snúa kannski einna helst
að því að benda á líkindi, bæði hvað
varða efnivið og byggingu, með Njálu
og verki því sem vitað er að Sturla Þórð-
arson setti saman, Íslendinga sögu.
Kenning Einars um að Sturla Þórðar-
son hafi sett saman Brennu-Njáls sögu á
síðustu æviárum sínum út í Fagurey á
Breiðafirði er prýðilega undirbyggð og
hefur vakið áhuga ýmissa fræðimanna.
Til að mynda skrifar Jón Karl Helgson
bókmenntafræðingur á heimasíðu sína
að hann verði „að viðurkenna að
umfjöllun Einars um Sturlu og Njálu
[hafi] vakið upp nýjan áhuga hjá [sér] á
efninu.“ Jón Karl telur að málflutningur
Einars sé „að ýmsu leyti sannfærandi og
skynsamlegur og [eigi] vafalítið eftir að
vekja úr dvala þann stóra hóp Njálu- og
Sturlungulesenda sem áhuga hafa á efn-
inu.“4 Jón Karl Helgason gaf sjálfur út
bókina Höfundar Njálu árið 2001 þar
sem hann heldur á lofti þeirri hugmynd
að hægt sé að tala um marga höfunda að
verki eins og Njálu sem hefur komið út í
alls kyns endurritunum, þýðingum og
túlkunum, auk þess að vera – að öllum
D ó m a r u m b æ k u r