Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 134

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 134
134 TMM 2013 · 1 Soffía Auður Birgisdóttir Af hinum fáheyrðu göldrum skáldskaparins. Einar Kárason. Skáld. Mál og menning 2012, 235 bls. I Með útgáfu á Skáldi, síðustu bókinni í þríleiknum um Sturlungaöldina, bindur Einar Kárason endahnút á verk sem teygir anga sína út fyrir heim skáldskap- arins og inn á svið íslenskra fræða þar sem Einar endurvekur hina sígildu spurningu um hver sé höfundur Njálu. Sjálfur hefur hann svar á reiðum hönd- um og telur að það sé „hafið yfir allan vafa“1 og „nánast óhrekjandi“2 að Sturla Þórðarson sé þessi höfundur sem manna lengst hefur verið eftirlýstur á sviði íslenskra bókmennta. Auk skáldsagn- anna Óvinafagnaðar (2001), Ofsa (2008) og Skálds (2012) hefur Einar Kárason skrifað greinarkorn í Tímariti Máls og menningar (3. hefti 2010) og lengri grein í Skírni (haust 2012) sem miða að því að renna stoðum undir þessa skoðun. Þá hefur hann og viðrað þessar hugmyndir sínar í fjölda viðtala í blöðum, útvarpi og sjónvarpi og nú síðast á leiksviði í Landnámssetrinu í Borgarnesi þar sem hann bregður sér sjálfur í hlutverk Sturlu Þórðarsonar af mikilli kúnst að sögn þeirra sem séð hafa og á boðskap- inn hlýtt.3 Í leiksýningunni segir Sturla frá ævi sinni og ritstörfum og upplýsir að hann hafi meðal annarra verka skrif- að Grettis sögu, Fóstbræðra sögu og Brennu-Njáls sögu, eins og einnig er haldið fram í Skáldi. Það er naumast annað hægt en dást að öllu þessu pró- grammi Einars Kárasonar sem sett er saman og framreitt af augljósri ástríðu fyrir efninu og vissu um að höfundur Njálu sé loksins fundinn. Sjálfsagt er þó að minna á að Einar Kárason er ekki sá fyrsti sem nefnir Sturlu Þórðarson til sögunnar í leitinni að höfundi Njálu og þiggur hann og ýmis rök þar að lútandi frá öðrum, ekki síst Matthíasi Johannes- sen, eins og hann tíundar ágætlega í Skírnisgrein sinni. Viðbætur Einars við þá kenningu snúa kannski einna helst að því að benda á líkindi, bæði hvað varða efnivið og byggingu, með Njálu og verki því sem vitað er að Sturla Þórð- arson setti saman, Íslendinga sögu. Kenning Einars um að Sturla Þórðar- son hafi sett saman Brennu-Njáls sögu á síðustu æviárum sínum út í Fagurey á Breiðafirði er prýðilega undirbyggð og hefur vakið áhuga ýmissa fræðimanna. Til að mynda skrifar Jón Karl Helgson bókmenntafræðingur á heimasíðu sína að hann verði „að viðurkenna að umfjöllun Einars um Sturlu og Njálu [hafi] vakið upp nýjan áhuga hjá [sér] á efninu.“ Jón Karl telur að málflutningur Einars sé „að ýmsu leyti sannfærandi og skynsamlegur og [eigi] vafalítið eftir að vekja úr dvala þann stóra hóp Njálu- og Sturlungulesenda sem áhuga hafa á efn- inu.“4 Jón Karl Helgason gaf sjálfur út bókina Höfundar Njálu árið 2001 þar sem hann heldur á lofti þeirri hugmynd að hægt sé að tala um marga höfunda að verki eins og Njálu sem hefur komið út í alls kyns endurritunum, þýðingum og túlkunum, auk þess að vera – að öllum D ó m a r u m b æ k u r
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.