Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 1 135 líkindum – upphaflega sprottið upp af sambræðingi af sögulegum atburðum, munnmælum og öðrum textum. Hugmyndin um einn tiltekinn og nafngreindan höfund Njálu byggir að sjálfsögðu á því að um „höfundarverk“ sé að ræða en margir fræðimenn hallast hins vegar að því að höfundarhugtak nútímans eigi varla við þegar rætt sé um fornbókmenntir. Og þá fylgir sú skoðun að slíkur hafi að líkindum verið skiln- ingur þeirra sem „settu“ verkin „saman“ á sínum tíma og þess vegna ekki hvarfl- að að þeim að skrá nöfn sín á bókfellið enda bækurnar, samkvæmt þessum skilningi, einhvers konar samvinna manna sem störfuðu saman í ritsmiðju. Í greininni í Skírni hendir Einar Kára- son gaman að slíkum skilningi og kallar það kenningu um „að það hafi verið sjálf þjóðin sem hafi smám saman náð slíkri leikni í sagnaritun að frá henni hafi farið að streyma snilldarverk“.5 Í Skáldi rís Einar Kárason einnig af miklu kappi gegn slíkum skilningi á vinnu þeirra sem rituðu bókmenntir á Íslandi á miðöldum, hann skoðar miðalda- skáldið með augum nútímamanna og kannski sérstaklega með augum kollega; hann umgengst Sturlu Þórðarson eins og samtímamann – enda er sá yfirlýstur tilgangur hans „með þessum skrifum“.6 Reyndar má alveg halda því fram að mynd Einars af skáldinu Sturlu sé frekar í ætt við rómantík nítjándu aldar en samtímann; til að mynda er lögð mikil áhersla á snilligáfu skáldsins. Ég gæti trúað að þessi rómantíska sýn Einars á skáldið fari fyrir brjóstið á ýmsum þeim sem stunda fræðilegar rannsóknir á íslenskum miðaldabókmenntum og ekki eru tilbúnir til að fallast á kenningarnar um höfund Njálu og ýmissa fleiri Íslendingasagna sem settar eru fram í þessu lokabindi Sturlunga sögu Kára- sonar. II Í Skáldi segir frá utanför Sturlu Þórðar- sonar árið 1276 en hann hafði verið kallaður á konungsfund til Noregs, mjög í mót sínum vilja. Skip hans brotnar við Færeyjar þar sem hann er nauðbeygður til að dvelja vetrarlangt ásamt fylgdar- mönnum sínum þremur, Þorvarði Þór- arinssonar Austfjarðagoða, Hrafni Oddssyni lækni og Þórði Narfasyni aðstoðarmanni skáldsins og lærlingi í ritlist. Í Færeyjum leggst Sturla upp á gestgjafa sína í Kirkjubæ í Færeyjum í fylleríi og þunglyndi og á hann sækja svartagalls hugsanir um hina blóði drifnu vargöld sem hann hefur lifað á Íslandi. Skáldið er að því komið að drekka sig í hel en nær áttum þegar það fer að blaða í skinnhandritum sínum, lesa úr Heimskringlu fyrir Færeyinga og fær aðstöðu til að vinna að sagnaritun. Sturla hefst handa við að rita Færeyinga sögu og lýkur verkinu á fáum vikum í híbýlum Gríms, konungsbónda í Kirkjubæ. Að því loknu heldur hann til Þórshafnar og heldur áfram að semja þá bók sem hann var að skrifa þegar boðin um utanför bárust frá Noregskóngi; Íslendinga bók. Skipreikaveturinn reyn- ist skáldinu því drjúgur og næsta vor kemst Sturla til Noregs þar sem hann dvelur annan vetur við að rita sögu Magnúsar konungs lagabætis og nýtur mikillar hylli í konungsgarði. Þegar Sturla kemst loks heim aftur til Íslands úr hinni nauðugu utanför tekur hann enn til við ritstörf og fær hugmyndina að sínu mesta verki; Brennu-Njáls sögu skrifar hann á sínum efri árum í Fagur- ey þar sem hann að sögulokum andast árið 1284 sjötugur að aldri. Fleiri sögur eignar Einar Kárason Sturlu Þórðarsyni í Skáldi, Grettis sögu og Fóstbræðra sögu, auk þess sem hann eignar bróður Sturlu, Ólafi hvítaskáldi, Laxdæla sögu. Líkt og í Óvinafagnaði og Ofsa bygg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.