Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 139

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 1 139 þekkti á þeim tíma hafði komið út fyrir landsteinana. Og Nonni ætlaði ekki aðeins að sjá undur veraldar heldur ætl- aði hann sér mikið hlutverk: hann hafði lent í sjávarháska með Manna bróður sínum og þá strengt þess heit að gerast trúboði eins og Frans Xavier, jesúíti sem fór til Austurlanda. Altént fór það svo, að á Nonnabókaárum sínum setti þessi lesandi hér sér þrjú markmið í lífinu og má rekja eitt og hálft af þeim til Nonna og hans fordæmis. Ég ætlaði að eignast heilan vegg af bókum, éta Napóleóns- köku eða Drottningarperu í Kaup- mannahöfn eins og Nonni gerði og ger- ast trúboði í Kína. Með því móti ætlaði ég bæði að herma eftir heiti Nonna og fordæmi Ólafs kristniboða. Sú ætlan varð að vísu ekki að veruleika en þess í stað fékk ég að ljúka minni Nonnasögu með því að leika lítið hlutverk í þýskri sjónvarpsmynd um þennan fróðlega landa okkar. Löng bið eftir hamingju Svo líður tíminn og Gunnar F. Guð- mundsson sagnfræðingur gerir okkur þann mikla greiða að setja saman ítar- lega og vandaða ævisögu Jóns Sveins- sonar – og gefur okkur, gömlum aðdá- endum Nonnabóka, prýðilegt tækfæri, ekki aðeins til að kynnast nánar mann- inum og höfundarverki hans heldur sætir ævisagan og þeim tíðindum að hún hlýtur að gjörbreyta þeim hug- myndum um Jón Sveinsson og Nonna hans sem við gerðum okkur í saklausri lestrarbernsku. Líklegast er að við höfum dregið þá ályktun af Nonnabókunum og vinsæld- um þeirra að Jón Sveinsson hafi átt góða daga allt frá því hann hefur nám í boði fransks greifa og aðalsmanns, gengur síðan í reglu jesúíta, fæst við kennslu og ritstörf sem koma honum til vegs og virðingar í því stórveldi sem kaþólska kirkjan er. En þegar skyggnst er um heimildir og velt við flestum steinum eins og Gunnar Guðmundsson gerir af stakri samviskusemi, þá blasir allt annað við. Árið 1934 skrifaði Jón Sveinsson bók sem heitir „Hvernig Nonni varð ham- ingjusamur“ og segir frá komu sinni til Frakklands og námi í kaþólskum skóla í borginni Amiens þar sem meðal annars var reynt að ala upp efnispilta frá Norður löndum með það fyrir augum að þeir tækju síðar þátt í því að snúa löndum sínum frá Lúthers villu. Reynd- ar er það svo, að Jón Sveinsson var alla tíð í feluleik með einmitt þetta: að greif- inn franski er ekki „Íslandsvinur“ sem kostar hann til mennta, heldur jesúíti sem er kappsamur um kaþólsk trú- boðsáform á Norðurlöndum, þau sömu og síðar áttu eftir að opna dyr fyrir Halldóri Laxness í klaustrinu í Clervaux í Lúxembúrg. Greifinn, sem Jón gefur allan heiður af skólagöngu sinni, borg- aði sjálfur ekki grænan eyri honum til uppihalds. Það gerði hinsvegar kaþólsk kona sem hafði misst son sinn í stríði Frakka við Þjóðverja. Nonni var í góðu sambandi við þessa fósturmóður sína allt til dauðadags hennar – en minnist hvergi á hana í ritum sínum, þótt und- arlegt megi sýnast (247). Hvað um það: Jón Sveinsson býr til eftir á þá túlkun að hann hafi af eigin frumkvæði og í anda þess heitis sem hann gaf í sjávarháska í Eyjafirði fengið áhuga á að helga líf sitt þjónustu við kirkjuna kaþólsku. Það er hagræðing á sannleikanum, en svo mikið er víst að áhugann hafði hann – hann segir til dæmis í bréfi frá mennta- skólaárunum að hann „færist allur í aukana“ þegar hann hugsar til þess að innan tíðar muni hann „færa mínum kæru samlöndum hin andlegu náðar- meðöl“ (200). En síðan leiðir Gunnar Guðmunds-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.