Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 1 141 sjálfum í senn raunabót og staðfesta í tilverunni. Því þurfum við ekki að undrast það, þótt bækurnar sýni að í heimi Nonna ríki „heiðríkjan ein“ (59) – að þar sé gott mannlíf, fagurt um að lit- ast og skemmtilegt, þar bíði við hvert fótmál „yndislegar lífshættur“ eins og Halldór Laxness komst að orði í grein um kynni þeirra Nonna. („Við Nonni“, Reisubókarkorn). Við búumst við því að Jón Sveinsson fegri æskuár sín í Nonna- bókum – slíkt gera menn yfirleitt sem rifja upp þá tíma þegar allt var þeim nýtt og gerðist í fyrsta sinn. En samt er það svo, að lesanda ævisögunnar kemur á óvart, hve mikið djúp er einatt staðfest milli þess sem gerðist í raun og þeirra atburða sem lesendur Nonnabóka kynntust. En þá hluti hefur Gunnar Guðmundsson skoðað af heiðarlegri þrautseigju og fundvísi – og hafði reyndar gert grein fyrir þeim í grein sem hann birti í tímaritinu „Merki krossins“ og nefndi „„Sannleikurinn“ í Nonnabókunum“ (1. hefti 2006). Gunnar sýnir til dæmis fram á að sjálf æskuár Jóns Sveinssonar hafa verið miklu erfiðari og dapurlegri en ráða má af bókunum. Eins og Jón Sveinsson gat sjálfur lesið um þegar hann komst full- orðinn í dagbækur föður síns, var sam- búð foreldranna ýmsum meinum bland- in – móðir hans kom ólétt eftir annan mann í hjónabandið, faðir hans drakk stundum illa, hélt kannski framhjá. Basl og eymd við bæjardyr: til dæmis er Nonni tökubarn, sendur burt frá móður sinni, þegar tilboðið fræga um nám í Frakklandi berst henni. Um allt þetta þegja Nonnabækur – og því ekki það? Jón Sveinsson vildi af mörgum ástæðum segja frá því einu í bókum sínum sem gott væri og uppbyggilegt. Hér er líka ýmislegt sem ekki kemur öðrum við: ekki vill hann í neinu kasta skugga á minningu móður sinnar – enn síður en hann vildi kasta rýrð á sína kirkju t.d. með því að viðra opinberlega sambúðar- vanda í Jesúfélaginu. Því kemur það heldur ekki svo mjög á óvart þegar Jón Sveinsson verður uppvís að því að skálda lýsingu á hjartnæmri skilnaðar- stund þeirra móður hans – hann setur inn í frásögn af þeim degi í „Nonna“ þann sára söknuð sem hann fann til löngu síðar, hugsandi til þess að hann átti aldrei eftir að sjá móður sína framar (88). Hvers konar sannleikur? Einkennilegra en þöggun eða fegrun er þó það, hve mikið af atburðum Nonna- bóka reynist tilbúningur. Gunnar Guð- mundsson rekur það allt ítarlega, bæði í ævisögunni og fyrrnefndri grein. Í bók- unum fer mikið fyrir slíkum atburðum sem gera allt stórbrotnara og meira spennandi fyrir lesendur og auðvelda Nonna um leið að vera það fágæta íslenska veraldarundur á ferð um heim- inn sem mörgum finnst hann vera og hann vill helst vera sjálfur. Viðureignir við ísbirni í bókunum „Á Skipalóni“ og „Nonni“ áttu sér aldrei stað. Ferðir með Valdimar yfir sundið til Svíþjóðar og um Sjáland með átökum við „sjóræn- ingja“ (sænskt óknyttagengi), og tvísýn samferð með sígaunum („brúna fólk- inu“) á sirkusreisu – allt á þetta meira skylt við uppákomur í frægum skemmti- sögum en veruleikann (sjá 143 og víðar). Án illkvittni skulum við taka eftir því, að allt lyftir þetta undir sjálfsmynd Nonna – hann er gerður bæði hugrakk- ari og úrræðabetri en efni standa til og hann bregst alltaf rétt við – ekki síst þegar minni máttar eru beittir yfirgangi. Einna lengst gengur tilbúningurinn í sögunni af því þegar Nonni og Manni fara á sjó, lenda í lífsháska, vinna heit sem áður var nefnt um að feta í fótspor frægs kristniboða og er svo fyrir guðs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.