Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 143
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 1 143 frægs rithöfundar við heiminum. Þegar Nonni kemur til New York árið 1936 horfir hann á þessa öfgafullu skýja- kljúfaborg í undarlegu sakleysi bernskr- ar trúarvitundar og hripar þessi orð í dagbók sína: „Því hærri sem húsin rísa og því meiri sem mannfjöldinn verður, því nær okkur er miskunn guðs almátt- ugs“ (380). Á þessum tíma eru veður öll válynd en það er einatt sem Jón Sveins- son sé ekki í heiminum, altént á hann ofur bágt með að ná þar áttum. Hitler nær völdum í því landi þar sem Nonna- bækurnar urðu vinsælastar, sjálfur heimsækir hann Japan og er ótrúlega vel tekið – en þar er herská stórveldishyggja þegar farin að leggja undir sig nálæg lönd og ríki með báli og brandi. Vitan- lega hugnast Jóni Sveinssyni ekki að stórstyrjöld kunni að vera í nánd, en engu að síður var hann furðu varnarlaus gagnvart bæði nasisma og japanskri heimsvaldastefnu og reiðubúinn til að fallast á þau rök sem höfð voru uppi til að réttlæta kröfur þessara afla um „lífs- rými“ eins og það hét þá. Þetta varnarleysi tengist því vafalaust að síbernska Jóns Sveinssonar hélt honum alltaf frá pólitískum sviptingum og þar með viðleitni til að blanda sér í grimmm deilumál á þeirri „öld öfganna“ sem hann lifði. Hann fann sér athvarf í bernsku sinni á „öld sakleysisins“ og þar kaus hann að dvelja með hjálp ritstarfa sinna. Honum fannst að hans „raun- verulega líf“ (377) hefði fyrst byrjað þegar hann fór að skrifa bækur rúmlega fimmtugur. Þá varð hann hamingju- samur, þá varð hann mun frjálsari en hann hafði áður verið. Þá gat hann leyft sér að víkja frá undirgefni og hlýðni við sína ströngu reglu – og að gera meira að segja kröfur um að fá vissa sérmeðferð í nafni göfugrar ritlistar. Eða eins og hann segir í bréfi til umdæmisstjóra síns í reglunni: „Það þarf engan sálfræðing til að vita að sá sem er gæddur ótvíræðu listamannseðli þarf á sérstakri með- höndlun að halda“ (361). Sem rithöfundur gengur hann í geng- um margkunnar sveiflur á milli van- metakenndar manns sem telur sig flest- um síðri og varla vita hvað bókmenntir eru og svo viss oflætis sem hlýtur að spretta af því mikla lofi sem hann fékk fyrir Nonnabækurnar. Þegar farið var að kalla hann „Mark Twain Evrópu“ eða „hinn nýja H.C. Andersen“ slær hann því tali upp í gamansemi og segir: „Þetta tengist víst eitthvað kenningunni um sálnaflakk“ (394). En hann er hátt uppi, sem vonlegt er. Glaður – eins og barn. Það er skemmtilegt að fylgjast með því hvernig metnaður og stolt skálds sverfur niður auðmýktarfjötrana sem jesúíta- uppeldið hafði komið á Jón Sveinsson. Og svo er það dálítið spaugilegt að áður en lýkur getur hann ekki frekar en aðrir frægir landar hans í rithöfundastétt staðist þá bráðsmitandi pest sem við getum kallað Nóbelsveikina. Það er að segja: hann trúir því að vel komi til greina að hann hljóti Nóbelsverðlaun í bókmenntum (412). Í þessari ævisögu er margt að finna og þótt forvitni um merkilegan mann sé seint fullnægt verður ekki reynt að spyrja eftir einhverju því sem enn væri ósvarað um líf og verk æskuvinar okkar, Nonna. Bókin sætir tíðindum vegna þess sem fyrr segir: hér er beitt fundvísi, smekkvísi og elju til að skýra sem best einhvern sérkennilegasta ritferil íslenskrar bókmenntasögu og margt áður óþekkt í tengslum þess sköpunar- starfs við ekki síður fágætan æviferil. Lesandinn mun áður en lýkur hafa end- urskoðað margt – en þó varla þær hlýju endurminningar sem Nonnabækur skildu eftir sig á hans eigin ferðalagi um bókaheiminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.