Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 14
S t e i n d ó r J . E r l i n g s s o n 14 TMM 2015 · 3 Niðurstaðan Fjarstæðan sem ég upplifði við heimkomuna frá Afríku var svo mikil að ég hef ekki náð sátt við annan liðinn í minni jöfnu, sjálfan mig. Eins og Camus bendir á er engin lækning til við upplifuninni. Annaðhvort nærðu sátt við lífið eða velur útgönguleið Tolstoys, þ.e. heimspekilegt sjálfsvíg. Sú útgönguleið hefur í raun aldrei verið valkostur fyrir mig, ekki einu sinni eftir trúarreynsluna sterku. Ég hef ekki upplifað mig sem þátttakanda í merk- ingar bærum heimi eftir heimkomuna. Tilhugsunin um eigin tortímingu varð því örlög mín og, án þess að ætla á nokkurn hátt að bera mig saman við efnafræðinginn, þá virðist Levi einnig hafa fetað sömu ógæfuslóð. Í ljósi dóms Tolstoys yfir þeim sem „bara“ hugleiða sjálfsvíg þá vaknar spurningin um hvort ég sé þá ekkert annað en aum, heimsk og ósamkvæm mannvera. Svo má vel vera en nauðsynlegt er að horfa á forsendur hins harða dóms rússneska rithöfundarins. Eftir langa og ítarlega rannsókn, þar sem hann las alla helstu hugsuði samtímans og bar sig saman við einstaklinga úr sinni stétt, komst Tolstoy að merkingarleysi heimsins, lifandi við allsnægtir yfirstéttarmannsins. Niðurstaða mín um merkingarleysið var ekki afrakstur langrar rannsóknar. Nokkurra mánaða dvöl í Afríku þvingaði þessari niður- stöðu inn í hugann. Ég varð hins vegar ekki fyllilega meðvitaður um hana fyrr en ég rak augun í kúrekastígvélin og beltissylgjurnar inni á einangr- unarstofunni. Ólíkt Tolstoy varð ég skyndilega ókunnugur maður í eigin heima landi. Í 27 ár hef ég verið flóttamaður í fjarstæðum heimi. Flóttinn er verulega lýjandi. Ég þrái yfirvegun hins dauðadæmda Mersaults, aðalsöguhetju fyrstu skáldsögu Camus, sem í sögulok opnaði í fyrsta sinni hjarta sitt „fyrir vingjarnlegu kæruleysi heimsins“.41 En þarf ég merkingu, eins og ráða má af Tolstoy og Terror Management Theory, til þess að knésetja sjálfsvígs- hugsanirnar og ná að lifa lífinu? Camus segir að svo sé ekki, því betra sé að takast á við lífið „ef það hefur enga merkingu“.42 Þunginn í þessum orðum verður meiri þegar haft er í huga að Camus skrifaði Mýtuna í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar gildi vestrænnar menningar hrundu bók- staflega til grunna. Einnig er vert að minna á að frá 16 ára aldri átti Camus í endalausri baráttu við berkla, sem gengu mjög nærri honum í upphafi ársins 1942,43 útgáfuárs Mýtunnar. Camus upplifði hinn fjarstæða heim, jafnt innra sem ytra, sem skýrir líklega af hverju hann komst í meginatriðum að sömu niðurstöðu og höfundur Jobsbókar, að undanskildum upphafs- og lokakafla bókarinnar sem sumir fræðimenn telja vera seinni tíma viðbót.44 Merkingarleysi þarf því að mati Camus ekki að kalla á sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir. Þar er því ekkert sem réttlætir ótímabæran dauða, enda „engin dýpt, engin tilfinning, engin ástríða og engin fórn sem í augum hins fjarstæða manns (jafnvel þó hann óski þess) geti lagt að jöfnu meðvitað líf í fjörutíu ár og [líf] sem dreifist yfir sextíu ár“.45 Levi gafst upp ósáttur eftir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.