Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 25
„… þa ð e r e i n s o g s é e k k e rt p l á s s f y r i r h e l g i í n ú t í m a n u m …“ TMM 2015 · 3 25 Ég hef velt þessum málum talsvert fyrir mér og í eina tíð komst ég að þeirri niður- stöðu að svo væri, að ekkert gerðist án hans vilja, en nú hallast ég að því að þar hafi ég haft rangt fyrir mér. Einhvers staðar í lífi manna vil ég ætla að vald Guðs þrjóti og okkar taki við, annars værum við ekki frjáls eins og sagt er. Og í þessu frelsi verðum við að manneskjum með eigin vitund og skiljumst frá skapara okkar og þar er einnig ábyrgð okkar og vanda að finna. Og það er þetta sem er öðru stórfenglegra við lífið, við manneskjurnar. (323) Þá lítur hann svo á að í alheiminum standi yfir barátta góðs og ills og að í henni sé hverjum og einum ætlað hlutverk, ef til vill sé framtíð sköpunarverksins komin undir mönnunum: „Hverjum einstökum manni“. (359) Ásgrímur heyr þó sína eigin Jobs- eða fremur Jakobs-glímu í sögunni.27 Í upphafi er hún fremur siðferðileg en gengur síðar nærri trú hans og breytir henni. Hún felst fremur í að reynast skikkanleg manneskja eða að minnsta kosti ekki síðri en vinur hans, Sigurður lögmaður. Sá síðarnefndi gumar af guðlausu siðferðisþreki sínu sem ekki gefi kristilegu siðgæði neitt eftir en lítur á Ásgrím sem besta dreng en hégómlegan. Báðir hreppa þau örlög að unnustur þeirra bregðast. Kærasta Sigurðar eignast barn með vinnuveitanda sínum, Kristjáni G., en barnsmóðir Ásgríms hleypst á brott með öðrum manni. Sigurður tekur kærustuna í sátt og gengur dóttur eljara síns í föður- stað. Ásgrímur er stoltari og hafnar konunni þegar hún vill hverfa til hans aftur. Sagan sker ekki úr um hvort valið reyndist giftudrýgra. Í Vetrarferðinni er enda engar ódýrar lausnir að finna. Glíma Ásgríms felst þó ekki í hvort hann hafi gert konunni rétt til heldur hvort hann hafi svikið son sinn, Sigmund, og hrundið honum í ógæfu. Í sjálfsásökun sinni að Sigmundi öllum horfist Ásgrímur í augu við að hann hafi reynst Sigmundi líkt og frumfaðirinn Abra(ha)m reyndist Ísmael. (462)28 Er þar á ferðinni ein af mörgum trúarvísunum sögunnar. Sigmundur hrekst milli foreldra sinna en ílengist loks hjá Ásgrími, finnur sig umkomu- lausan og býr við los og agaleysi, verður þjófskur og óheiðarlegur og er loks sendur utan til betrunar og til að forða því að hann setji blett á prestinn, föður sinn. Síðar hafnar Ásgrímur honum vegna nýrrar fjölskyldu en Sigmundur verður hægri hönd og eins konar kjörsonur Kristjáns G. Hann hlunnfer þó velgjörðarmann sinn, smánar dóttur hans og þar með Sigurð lögmann og reynist flestum sem hver annar Loki Laufeyjarson. Loks er svo komið að Ásgrímur sannfærist um að Sigmundur hafi drepið mann, nánar til tekið bróður Kristjáns G., til að leyna svikum sínum eða að hann hafi í það minnsta látið hjá líða að koma manninum til hjálpar og þannig gerst samsekur. Grunur hafði fallið á Sigurgest, eiginmann Sigrúnar, sem finnst drukknaður í höfninni morguninn eftir voðaverkið. Á Ásgrímur þá að nýju þátt í að koma Sigmundi utan, ekki aðeins til að forða því að upp um hann komist heldur miklu fremur til að bjarga eigin mannorði. Sigmundur, sem reynist saklaus, á ekki afturkvæmt úr síðari útlegðinni. Ásgrímur situr hins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.