Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 59
TMM 2015 · 3 59 Sölvi Björn Sigurðsson Hnífarnir sem hverfa Um Hassan Blasim Sögurnar í mið-austurlenska sagnasafninu Þúsund og einni nótt eru eins og allir þekkja fullar af ævintýrum, fabúlum og furðum þar sem andar stíga úr lömpum og leit að eilífðarblómum færir persónur til himins og heljar. Í upp- hafi sagnasafnsins vex konunginum Shahryar grunur um að eiginkona hans sé honum ótrú. Hann lætur taka hana af lífi og safnar til sín öllum hreinum meyjum konungs- ríkisins svo hann geti sængað hjá þeim áður en hann aflífar þær til að koma í veg fyrir að þær geti leikið sama leikinn. Meyjar ríkisins ganga til þurrðar, karl konungur er engu hamingjusamari eftir morð sín og nauðganir. Svo kemur Sjeresad, síðasta meyjan í konungsríkinu, og byrjar að segja honum sögur. Hún heldur honum for- vitnum í þúsund og eina nótt og bjargar þannig lífi sínu með sagnalistinni. Fabúlurnar í skáldskap írask-finnska höf und- ar ins Hassans Blasim eru ekki síður hugmyndaríkar þótt veruleikinn sem blandast inn í þær sé oft öllu myrkari. Gegndarlaust ofbeldi, mannfyrir- litning og veruleikabrenglun kemur fyrir í nánast hverri sögu. Óreiðan er algjör, jafnvel svo að hún ratar oft inn í textann sjálfan. Þetta er sterk blanda. Í sögum Blasims eru viðfangsefnin og framsetningin ein heild. Hér er allt í rugli. Persónur eru kynntar í fáeinum línum eins og tíminn kunni að gefast naumur áður en þær verða hengdar upp á næsta staur. Karlar sem sæta pyntingum í hvelf ingum öryggisþjónustunnar eiga dætur sem líkjast Jennifer Lopez í kvik myndinni U-Turn. Á öðru sviði, annars staðar, vaknar minningin um fegurð dótturinnar í huga annarrar persónu og allt gerist þetta í sömu setningunni. Sviðsetningar eru með ólíkindum myndrænar án þess að mikið virðist á yfirborðinu lagt í þær. Sögufléttan er óþvinguð og tungumálið einfalt. Öll áherslan er á viðburðina og andrúmsloftið. Í tiltölu- lega stuttum sögum færast sjónarhornin títt, nýjar persónur stíga fram og varpa öðru ljósi á framvinduna, brengla jafnvel söguna innan frá svo lesandi á um fátt annað að velja en gefa sig fabúlunni á vald. Að sama skapi er veru- leiki viðfangsefnisins svo nærri manni að hann tekur sér fljótt bólstað í höfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.