Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 86
86 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð heim koma eftir langa dvöl annars staðar blöskrar þeim margt sem alsiða er heima við. Að einhverju leyti má skilgreina þessa bók sem rannsókn á menn- ingaráfalli (e. culture shock). Menningaráföll eru tvenns konar. Í fyrsta lagi henda þau fólk þegar farið er að heiman í framandi umhverfi. Þá er erfitt að átta sig á því og botna í því hvers vegna fólkið í kring er svo „öðruvísi“, ókurteist, tillitslaust, ekki síst þegar innflytjandinn er að komast inn í „kerfið“ í nýja landinu. Við þær aðstæður, við landamærin í víðum skilningi, er það einhvers konar áfall að kynnast því að maður er eiginlega ekki velkominn, jafnvel þótt maður eigi fullan rétt á því samkvæmt lögum og reglum (ekki þarf að ræða viðmótið ef vafi leikur á því). Aðlögunartíminn sem við tekur er líka erfiður, en þó blandaður einhverjum fögnuði og spennu yfir nýjabrumi. En það tekur tíma að jafna sig á áfallinu og mönnum tekst það misvel, sumir taka til við aðfinnslur um allt sem miður fer í nýja samfélaginu og finna sér sálufélaga í því nöldri, þetta er oft fólkið sem lærir ekki tungumálið í nýja samfélaginu og afneitar því með ýmsum hætti, það neitar að láta „þýða“ sig inn í nýja umhverfið og einblínir á mismuninn á sjálfu sér og „hinum“ sem eru um allt.5 Í nýlenduumhverfi myndar þetta fólk sína „expatriate“ klúbba og lítur gjarnan niður á innfædda. Í öðru lagi er það menningaráfall heimkomunnar eftir langan tíma. Þá koma menn heim í eins og frosinn tíma, en um leið er allt gjörbreytt, já framandi, á einhvern hátt. Heim komnum finnst innflytjandanum fyrr- verandi hann eða hún vera að flytja inn aftur að einhverju leyti, ljúfsáru minningarnar um „heima“ virðast hafa verið tálsýnir og aftur er eins og mannasiðir séu einhvern veginn annarlegir. Þetta er vitanlega mismunandi eftir einstaklingum og vafalaust þeim löndum sem menn hafa dvalið í, en þessi reynsla getur verið mjög erfið eins og lesa má gjörla í Everyday is for the Thief.6 Sögumaðurinn er rasandi yfir spillingunni, mútuþægninni og ekki síst andvaraleysi innfæddra yfir öllu saman sem virðast sætta sig við allt þrátt fyrir opinberar hvatningar til að vinna gegn spillingu. Ungu mennirnir sem sitja daginn út og inn og skrifa svokölluð 419-bréf og við köllum Nígeríubréf láta engan bilbug á sér finna þótt á veggjum internet- kaffistofunnar standi að blátt bann sé lagt við slíkum skrifum. Lögreglunni er engan veginn treystandi og sektar oft eftir geðþótta í eigin vasa. Hvar sem ungi maðurinn fer um í sögunni rekst hann á þetta andrúmsloft sem honum finnst óþolandi en innfæddir virðast yppa öxlum yfir. Raunar þurfa menn ekki alltaf að fara úr landi til að skynja þessar tilfinn- ingar uppgjafar og svika sem menn finna, það hefur eitthvað verið tekið frá manni sem var öruggt. Líkast til mætti einmitt skilgreina síðbúin viðbrögð Íslendinga við hruninu með þessu svokallaða „öfuga menningaráfalli“ (e. reverse culture shock); eftir fyrstu tilraunir til að byggja upp „nýtt“ Ísland með nýrri stjórnarskrá og nýjum siðum vorum við allt í einu komin heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.