Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 113
„ H a g i ð y ð u r a ð h æ t t i f ö r u m a n n a“ TMM 2015 · 3 113 Frans frá Assisi var fæddur í samnefndum bæ í Úmbríu-héraði á Ítalíu árið 1181 og lést á sama stað 1226.40 Margar kraftaverkasögur eru til af Frans en hér verður aðeins staldrað við eina. Þá um Frans og fuglana. Hann ávarpaði þá og sagði þá meðal annars: Systur mínar fuglar. Þér eruð heitbundnar skapara yðar, Guði almáttugum og eigið ætíð og allstaðar að lofa Hann og prísa því Hann hefur gert yður þannig úr garði að þér getið flogið frjálsar.41 Að þessu loknu flugu fuglarnir, en er í loftið var komið mynduðu þeir kross- mörk á flugi og skiptu sér og flugu í hópum hver í sína höfuðáttina. Var það tákn um að orð krossins, orð heilags Frans myndi berast um heims- byggðina.42 Þegar Thor Vilhjálmsson varð sjötugur var haldið um hann þing, þar sem flutt voru erindi og komu út á bók. Bókin fékk nafnið Fuglar á ferð. Sú nafngift er eins og sjálfsögð; fuglarnir hafa fylgt Thor allt hans höf- undarverk – eða hann þeim. Þó ekki væri annað má nefna þrjá bókartitla: Fljótt, fljótt sagði fuglinn, Fuglaskottís og Fiskur úr sjó, fugl úr beini. Titlarnir einir segja þó ekki margt og ná ekki að máta Thor við Frans frá Assisi nema að litlu leyti. Fuglarnir eru tákn um þá sem geta farið óhindrað um og á sinn hátt voru báðir, Thor og Frans, förumenn orðsins. Frans fékk köllun til að verða „fattig vandreprædikant“,43 Thor fékk köllun til skáldskaparins og til ferðalaga. Thor Vilhjálmsson var, líkt og Frans frá Assisi, af efnafólki kominn; sonur hjónanna Guðmundar Vilhjálmssonar forstjóra og Kristínar Thors hús móður.44 Það er að skilja á orðum Thors sjálfs að hann hafi ekki skipað málum á ungdómsárum sínum nákvæmlega eins og foreldrar hans hefðu helst viljað: „Það var ríkt í orðræðum mínum við foreldra mína að þau dreymdi um það að ég færi til Oxford.“45 Thor hafði sjálfur önnur áform: „Mér var mest í mun að komast út í veðrin sem geisuðu í heiminum og vita hvernig mér vegnaði af eigin rammleik þar.“46 Hér er rétt að staldra við orðfærið og láta hugann reika til þeirra orða sem fjallað var um í kaflanum hér að framan þegar Thor stóð frammi fyrir mynd Rembrandts: „þó sérðu bæði gleðina og sorgina, manneskjuna sem guð sendi út í heiminn til að ganga um vegina, brjótast móti veðrunum“.47 Samsömun Thors er greinileg með þessari manneskju sem hann sér eina í heimi með sjálfri sér og Guði, og hefur það hlutverk að brjótast móti veðrunum í átt að fullnustu, til móts við framtíðaraugnablikið sem sífellt ber að sækjast eftir. En andráin sem varir þangað til er það svæði þar sem glíman við tilvistarvandann fer fram. Mað- urinn er í heimi sem hann bað ekki um að vera í og er honum á flestan hátt mótdrægur. Því er hugmyndin um veginn ákveðin líkn, vegurinn er líkastur eilífðarbraut lífsins. Út á slíkan veg leggur Thor Vilhjálmsson ungur, skrif hans minna mjög oft á þá staðreynd að heimurinn er stór en maðurinn smár; en um leið minna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.