Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 120
G u ð m u n d u r S . B r y n j ó l f s s o n 120 TMM 2015 · 3 inn í hlutverk Erasmusar frá Rotterdam til þess að geta betur greint samfélag og haldið sjálfstæði sínu gagnvart ýmiskonar öflum sem börðust um sálir listamanna upp úr miðri síðustu öld. Thor sér í Erasmusi eina stóra sam- svörun við eigin veru, en til þess að geta virkjað sjálfan sig sem einskonar líkamning Erasmusar frá Rotterdam þarf hann að öðlast visku, gnósis, hann þarf að beisla neistann svo af verði ljós sem sé þess megnugt að lýsa upp dimma sviðsmynd eftirstríðsáranna, „hróstrugt næturlandslag“ svo gripið sé til líkingamáls Thors sjálfs undir myndum Rembrandts. Tíminn og þá fyrst og fremst nútíminn, núið, var eins og kvikasilfur á ritunartíma þeirra þriggja ferðabóka Thors sem hér hefur verið fjallað um. Nútíminn var stærð sem ekki var hægt að ná tökum á og ekki hægt að binda sig fastan í vegna yfirvofandi hættu á heimsslitum. Existensíalist- arnir fundu sig í klemmu á milli fortíðar og framtíðar og í því fólst meðal annars tilvistarvandinn sem þeir glímdu við. Biðin var eftir einhverju sem hlaut að vera þekkt úr fortíðinni ellegar óþekkt úr framtíðinni. Þess vegna er Heidegger ekki viss um hvort síðasti guðinn færist nær eða fjær. Thor tekst á við þetta hlutskipti af hugrekki, hann neitar að ganga inn í þessa sviðsmynd, hann vill breyta henni en gerir sér grein fyrir því að það getur hann ekki einn. Og hann getur það ekki í einni lotu, heldur þarf hann að aðlaga sig, gera margar atrennur að því að ná tengingu við tímann. Hér á það sama við og Ragnhildur Richter nefnir þegar hún lýsir stöðu Thors í hlutverki sögumannsins í Röddum í garðinum: „Þörfin fyrir tengingu, og skorturinn á henni, tekur þannig líka til tímans, reyndar bæði fortíðarinnar, sem sögumaður er stöðugt að reyna að komast til og endurlifa eða öllu heldur skálda upp, og líka nútímans sem hann eins og hendist inn í óundirbúinn og ótengdur.“71 Tengingin sem Thor þarf að ná til að geta fótað sig er ekki bara við tímann sem óræða flæðandi hugmynd sem maðurinn hefur stillt líf sitt eftir, heldur við tímann sem guðlegt afl. Þetta veit Thor og þannig getur hann sagt með góðri samvisku að maðurinn sé aldrei einn. Hann er alltaf með sjálfum sér og Guði og þess vegna leitar Thor á náðir Erasmusar, hugsuðar sem kann að vera í heimi þar sem aðeins er fortíð og framtíð, setur sig á milli póla og ýtir frá draugum fortíðar um leið og hann spyrnir við afleiðingum þess sem koma mun en er þó ekki komið: siðbreytingunni. Hann selur sig engum en leyfir mönnum að telja sig bandamann allt þar til í ljós kemur að svo er ekki. Erasmus er þessi tenging, tvöföldunin sem Thor þarf að gera á sjálfi sínu. Sagan um Erasmus er sagan um Thor – manninum er heimilt að notfæra sér allegóríuna, því Guð lagði hana frá sér eftir hina fyrstu allegóríu: söguna um syndafallið. En allegórían er Thor meira en rústir einar, hún er honum frelsandi afl, líkt og Lof heimskunnar var Erasmusi líknandi tjáning. Thor hefur í gegnum reynsluna, í Sovétríkjunum og í Assisi, öðlast þekkingu, gnósis, sem hann nýtir sér til að ganga með Erasmusi þrátt fyrir að hyldýpi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.