Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 138

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2015 · 3 þess að takast á við sjálfa sig, óreiðuna og ástina og í lok Enginn dans við Ufsa- klett segir: Loksins þegar þessi kona er komin heim til sín og er hætt að yrkja og rólegheitin sýna sig þá finnur hún dyrnar, hún verður svo hissa en hún finnur líka lykil- inn: Gefðu frá þér stunu, feginsandvarp, … og dyrnar opnast. (87) Með tjáningunni hefur hún hleypt sjálfri sér út úr lokaða herberginu og öðlast frelsi. Hjalti Snær Ægisson Allt heitir einhverntímann eitthvað annað Ófeigur Sigurðsson: Öræfi, Mál og menn- ing, 2014 Sérhæfingin óendanlega er vangæf skepna og næsta viðsjárverð tilhneiging í allri þekkingarsköpun. Þegar hana skortir heyrast brigsl um ónákvæmni en gerist hún of ríkuleg má búast við að orðið „rörsýn“ beri á góma. Í samhengi skáldskapar má leggja þessa þversögn að jöfnu við togstreituna á milli þess að höfundur sé ýmist of lifaður eða of menntaður og að jafnvægið þar á milli sé vandfundið. Nákvæmlega þetta vandamál er til umræðu í Öræfum Ófeigs Sigurðssonar og kannski varpar það ljósi á verkið allt; þegar skáldsaga reiðir fram kenningar um fagurfræði- lega analýsu er eðlilegt að hún sjálf fái að vera prófsteinninn. Það er ekki laust við að dýralæknirinn dr. Lassi liggi undir þeim grun að vera málpípa höf- undarins sjálfs þegar hún segir: „… eng- inn í nútímanum á möguleika að verða fjölfræðingur, það eru liðnir tímar…“1 Öræfi er í vissum skilningi mótspyrna gegn þessu lögmáli því hún er skáldsaga, sýslulýsing, vandlætingarpistill, háðs- ádeila og sitthvað fleira. Í markaðs- fræðilegum skilningi eru þær bækur vandfundnar núorðið sem hafa verr skilgreindan markhóp en þessi. Samt rokseldist hún þegar hún kom út fyrir jólin 2014. Eins og títt er um góðar bækur er söguþráðurinn í Öræfum hálfgert auka- atriði. Og þó hverfist þessi þráður um kjarna sem er bæði sannsögulegur og glæpsamlegur, en hvort tveggja þykir prýði í hefðbundnari frásagnarbók- menntum. Miðdepill sögunnar er aust- urríski örnefnafræðingurinn Bernharð- ur Fingurbjörg sem ferðast til Íslands til að „kanna veg móður sinnar“ (115) sem hafði verið þar á ferð tveimur áratugum fyrr ásamt systur sinni. Sagan um syst- urnar er sjáanlega byggð á þeim voveif- legu atburðum sem urðu á Skeiðarár- sandi sumarið 1982 þegar tvær franskar systur urðu fyrir árás manns sem myrti aðra þeirra og særði hina.2 Ástríða Bernharðs fyrir íslenskri náttúru er tengd þessum atburði, móðir hans gefur honum áskrift að National Geographic „í sárabót fyrir það að hún var að fara í langt ferðalag með systur sinni“ (92) og við lestur þess tímarits kviknar áhugi Bernharðs á örnefnum og landkönnun. Sjálfur er Bernharður Fingurbjörg nefndur í höfuðið á líparítinnskoti í Vatnajökli og ferð hans inn í Öræfin er því öðrum þræði sjálfsleit. Það er vel við hæfi að örnefnafræði skuli vera svo veigamikill þáttur í þverfaglegu verki eins og þessu – eða ættum við kannski að snúa þessu við og segja að hinn útleitni stíll bókarinnar henti vel fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.