Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 139

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2015 · 3 139 helsta viðfangsefni hennar, örnefna- fræðina? Örnefnafræði er jú fjölfræði í eðli sínu, hún sameinar landafræði, málfræði, sögu og trúarbrögð. Bern- harður orðar það sjálfur svo að örnefni séu „samtöl manna gegnum landið“ (104) sem er hreint ekki galin hugmynd. Mikil rannsóknarvinna liggur að baki Öræfum og þótt hér séu hvorki neðanmálsgreinar né heimildaskrá er það bætt upp með skilyrðislausri innlif- un inn í heimildirnar. Sumar senur bók- arinnar eru lítið annað en performans í kringum þessar heimildir, sviðsetningar sem þættu lítils virði inni í skáldsögum sem ætluðust til þess að vera meðteknar sem trúverðug, rökrétt eða formfögur listaverk. Í einum kaflanum les persóna úr Árbók Ferðafélagsins frá 1979 í hljóð- nema á skemmtistað (fjórar blaðsíður) og nokkru seinna gerist sama persóna leiðsögumaður í rútu þar sem hún romsar upp úr sér fróðleik úr hinum ýmsu fræðiritum (tólf blaðsíður). Útúr- dúrarnir í Öræfum eru langir og flæð- andi, allur sennileiki sögunnar gufar upp og rökleg framvinda leggst í dvala á meðan. Þetta má heita aðalsmerki bók- arinnar, yfirþyrmandi einræður sem jaðra við maníu og hugmyndaríkur leik- ur að textum, bókum, nöfnum. Stund- um virðist það skipta litlu máli hvort það er þessi persóna eða hin sem talar. Öræfi sver sig í ætt við ýmis önnur skáldverk sem byggja að verulegu leyti á úrvinnslu fræðiheimilda, bækur sem hefðu getað orðið fræðirit en urðu skáldsögur því hugarflugið er of taum- laust, stefnan of ómarkviss, hugtaka- notkunin vísvitandi óljós – allt saman í jákvæðum skilningi. Annað dæmi um svona bók er Handbók um hugarfar kúa eftir Bergsvein Birgisson, verk sem blandar saman raunverulegum og upp- lognum fræðiritum og hefur undirtitil- inn „skáldfræðisaga“. Ef einhverjir les- endur hafa orðið fyrir vonbrigðum með Öræfi er það kannski vegna þess að hún hefur engan slíkan undirtitil. Öræfi er óður til samnefndrar sveitar og fólksins sem hana byggir í fortíð og nútíð. Á bændafundinum í upphafi bókar kemur í ljós að rólyndið er þessa fólks höfuðeinkenni: „Mönnum er heitt í hamsi, segir í skýrslunni, þeir eru í raun alveg snarvitlausir á öræfskan mælikvarða en ókunnugur aðkomu- maður mundi halda að þetta væri jóga- tími“ (25). Þetta hæglæti endurspeglast meðal annars í því að í texta bókarinnar eru það sjaldnast Öræfingarnir sjálfir sem hafa orðið, þeir segja ekki nema lítið í einu, halda ekki innblásnar ræður eins og þær persónur sem ættaðar eru úr öðrum sveitum heldur sofna í miðri setningu og klára hana síðar um daginn ef því er að skipta. Ljóðrænan í Öræfa- sveit felst ekki í stundlegu yfirflæði til- finninga líkt og hjá Wordsworth heldur viðvarandi og stöðugri návist og af því stafar jafnaðargeð heimamanna: „Maður verður svo syfjaður og þreyttur í höfðinu að vera sífellt uppnuminn af fegurðinni“ (250). Skýring af þessu tagi þætti vart boðleg í nútímalegum fræði- ritum, hún ber keim af loftslagskenn- ingunni sem setti svip sinn á mannfræði á sextándu öld, en í Öræfum er hún aðeins enn ein rúsínan út í deigið.3 Hug- myndin liggur nærri skrifum Sigurðar Nordal frá 1927 um Öræfinga þar sem lögð er áhersla á mikilvægi hins upp- runalega í mannlífinu: „Í þeirri fylk- ingu, sem leitað hefur út á endimörk hins byggilega heims, erum vér Íslend- ingar meðal framherjanna. Ef vér drægjum saman byggðina í landinu, afneituðum vér því lögmáli, sem hefur skapað þjóðina, og ekki verður numið úr gildi með neinni hagfræði.“4 Þótt Öræfi kunni að orka á lesandann eins og tætingslegur hvirfilvindur af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.