Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 73
„ Á l a n d a m æ r a h a f i n u “ TMM 2016 · 2 73 í London, skýtur minningunni um kinnhestinn aftur upp í huga hennar. Hún verður vitni að því hvernig kona er hrakin niður stiga af karlmanni í neðanjarðarlestarstöð með reiðilegum skömmum. Hún furðar sig á þessu, en tekur svo allt í einu eftir að raddirnar tvær sem hún heyrir eru báðar karl- mannsraddir, og að karlmaður leynist undir kvenmannsfötunum. Allt í einu snýr „konan“ sér eldsnöggt við, minningu slær niður í huga stúlkunnar og hún hugsar: „nú slær hann…“. En hann slær ekki, hann öskrar, „gólaði eins og hundelt ómálga dýr“ (626). Hún skilur – finnur innra með sér – að hér er einhver sem er „á landamærahafinu“ að reyna að komast í höfn, en verið er að reyna að rífa upp úr honum innra sjálf, hjarta og tungu, en í þessu tilviki er um að ræða landamæri kynjanna en ekki tungumála.5 Ég hef fjallað hér um smásögur Svövu en ekki um eitt frægasta verk hennar Leigjandann, sem er reyndar á mörkum smásögu og skáldsögu og kom út árið 1969. Margt var sagt og skrifað um þessa sögu á sínum tíma. Flestir virðast þekkja hana sem sögu um herstöð Bandaríkjamanna á Íslandi og áhrif hennar á Íslendinga, jafnvel kannski án þess að hafa lesið hana, en þannig talaði hún til samtíma síns. Í grein sinni um verkið bendir Pétur Már Ólafsson á að Leigjandinn hafi lokast inni í þessari túlkun.6 Hann leiðir síðan rök að því að sagan fjalli í raun um miklu meira, um sálsýki, óöryggi og ótta sem eru færð yfir á umhverfið. Hjónin halda að þau geti tryggt öryggi sitt með því að loka sig inni og byggja steypuvegg í kringum sig til að halda „hinum“ úti. Hér er sem sagt aftur kominn veggur sem aðskilur fólk, en í þessu tilfelli er veggurinn ekki úr náttúrulegum steini heldur úr gerviefni, steinsteypu gerðri af manna höndum. Sá ótti sem Pétur Már greinir í verkinu, ótti við aðkomumanninn, ótti við að missa (hús, pening og það öryggi sem í þeim felst), ótti við hið óþekkta endurspeglast í okkar samtíma í því hvernig við bregðumst við fólksflutningum – innflytjendum og flóttamönnum. Það er auðvitað það snjalla við þessa táknrænu aðferð Svövu: hún er ekki bundin við sögulegar aðstæður, staðreyndir, ákveðið tímabil – það er alltaf hægt að túlka hana upp á nýtt við nýjar aðstæður, alveg eins og dæmisögur Krists. Togstreita sjálfs og umheimsins, fortíðar og nútímans, minnis og gleymsku, efnishyggju og tilfinningalífs er sígilt efni bókmennta og lista sem talar til allra, óháð tíma og rúmi. Sögur Svövu Jakobsdóttur eru jafn ferskar og áhrifamiklar í dag og fyrir fimmtíu árum, við lestur þeirra kvikna áleitnar spurningar nú sem þá og þær eiga það skilið að vera lesnar og endurtúlkaðar aftur og aftur. Tilvísanir 1 Tilvísanir í sögur Svövu eru allar í Ritsafn hennar (ritstj. Soffía Auður Birgisdóttir, Reykjavík: Forlagið 2005). 2 Geoffrey Galt Harpham, On the Grotesque: Strategies of Contradiction in Art and Literature (Princeton University Press, 1982). Helga Kress hefur fjallað um grótesku í íslenskum bók- menntum, sérstaklega í fornbókmenntum, t.d. í bók sinni Máttugar meyjar: Íslensk fornbók-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.