Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 135
Á d r e p u r TMM 2016 · 2 135 unum, en nú er allt breytt, hann fær ekki lengur stúku og verður að sitja á óþægilegum stað, stúlkan er horfin, jafnvel Beckmann fær hann ekki til að hlæja. Eftir hálftíma fer hann út. Constantin Constantius snýr nú aftur til Kaupmannahafnar niðurbrotinn, það eina sem hann hefur haft upp úr þessari ferð er sú neikvæða vissa að engin end- urtekning sé til. En hann bætir við þeirri athugasemd að ef hann hefði ekki tekist á hendur þessa Berlínarferð í einu saman tilraunaskyni hefði hann skemmt sér hið besta yfir öllu sem dreif á hans daga, og var greinilega allt saman hliðstætt því sem hann upplifði í fyrri ferðinni. Honum skjátlast því í loka- dóminum, það sem hann í rauninni sýnir fram á er annað en hann heldur. Þessa síðari ferð kallar hann „tilraun“, og tilraunin er sú að reyna að endurtaka fyrri ferðina til að sjá hvað úr því verð- ur. Ferðin var semsé „ásetnings-endur- tekning“ ef hægt er að orða það svo, og hún er ekki sama og endurtekningin í sjálfu sér. Til vitnis um það er hryggi- legt óhapp sem henti þýskan rithöfund í æsku. Hann var að fara í skólann á reið- hjóli og á leiðinni hjólaði hann yfir ban- anahýði og datt, en bóndi sem var að vinna á akri leit upp og horfði á hann samúðaraugum. Að skóladeginum lokn- um hjólaði hann sömu leið til baka, lenti á sama bananahýðinu á sama stað og hlunkaðist aftur á hausinn. Bóndinn var enn við sína vinnu og leit upp, og eins og rithöfundurinn sagði síðar: „Ég horfði í augu manns sem hafði séð mesta hálfvitann í allri veröldinni.“ Þetta var endurtekning án ásetnings, en ekki síður spaugileg fyrir það. En hvað snertir Constantin sálartil- raunamann (undirtitill verksins er „Et Forsøg i den experimenterende Psycho- logi“), þá er tilgangur hans að reyna að komast aftur í sömu aðstæður og áður, eins nákvæmlega og hægt er, sbr. frakka hörpuleikarans blinda, og reyna að finna sömu hughrif. Hvorugt tekst og því brotnar hann niður, en þá gleymir hann því að það sem hann upplifði sem ein- hvers konar skelfingu hefði kannske getað verið spaugilegt í sjónum manns sem hefði horft á þetta amstur utanfrá og séð endurtekningu á sinn hátt; þannig virkar það alla vega í augum lesandans. Þetta nýja tilbrigði varpar nú ljósi á stef Karls Marx og þróar fyrsta tilbrigðið áfram: brambolt „Napóleons litla“ var einnig ásetnings-endurtekning og gat alls ekki verið neitt annað. Til að geta gert sér nokkra minnstu von um frama í frönskum stjórnmálum varð Louis- Napoléon Bonaparte nefnilega að koma fram sem nýr Napóleon mikli, líkjast frænda sínum eins vel og auðið var og reyna að fá menn til að trúa því að hann væri rétti maðurinn, að ætt og atgervi, til að taka aftur upp þráðinn þar sem frændinn varð að sleppa honum. Ann- ars hefði hann hrapað sporlaust út úr sögunni. En það var ógerningur, bæði var að Napóleon þriðji var ekki Napóle- on fyrsti, hann skorti allt til þess, og svo var hitt sem var sennilega kjarni máls- ins, tímarnir voru breyttir og allar aðstæður líka. Napóleon fyrsti hafði ákveðið sögulegt hlutverk, að binda enda á stjórnarbyltinguna og treysta í sessi ýmislegt sem þá hafði áunnist, en Napóleon þriðji hafði alls ekkert hlut- verk, veldi hans var tímaskekkja, hann gat einungis hangið í sessi sem verkfæri yfirstétta sem vildu binda enda á „annað lýðveldið“ svokallaða. Þess vegna var hann hlægilegur, og ekki aðeins í augum Karls Marx. Hins vegar virðist hann alls ekki hafa verið niðurbrotinn eins og Constantin né heldur hlægilegur í eigin augum, hann trúði sjálfur á þessa endurtekningu, og það varð honum að falli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.