Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 4
4 TMM 2017 · 3 Kristín Ómarsdóttir „Láttu ekki þessa ögn hlæja að þér“* Viðtal við Kristínu Steinsdóttur rithöfund Kristín Steinsdóttir sækir oft efnivið skáldsagna sinna í strit og æfi kvenna; stelpurnar sem samfélög og karlabókmenntir útskúfa verða söguhetjurnar. Ferillinn spannar þrjátíu ár. Fyrstu sautján sendi hún frá sér leikrit og skáld- sögur ætlaðar börnum, árið 2004 kom út skáldsagan Sólin sest að morgni sem hún skrifaði fyrir fullorðna, tveimur árum fyrr Engill í vesturbænum sem ætluð er börnum og fullorðnum. Von er á nýrri skáldsögu hennar í haust Vertu ekki sár. Kristín dregur hugmyndirnar upp úr kistlum fyrrum heimabyggðar fyrir austan og úr borginni þar sem hún býr nú; hvort tveggja úr fortíðar- og nútíðarbrunnum. Franskbrauð með sultu (1987) gerist á Seyðisfirði – eins- og lýsingarnar gefa til kynna – árið 1955; þar brúar hún ótrúlega vel og haganlega nútímann og eldri tíð sem maður lifir einsog nýja, þannig rennur nútímabarnið inní tímavélina milliliðalaust. Kristín er sveitastelpa, Reykja- víkurmær, heimsborgardama. Skáldsagan Á eigin vegum (2006) sem fjallar um ekkju sem ber út dagblöð og læðist inn í jarðarfarir ókunnugra er ein perla bókaflórunnar; fyrir hana hlaut Kristín Fjöruverðlaunin, auk þess var bókin tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Kristín ólst upp á Seyðisfirði, bjó ung í Danmörku, Þýskalandi og Noregi – síðan á Akranesi, þar sem hún kenndi við fjölbrautaskólann; hún flutti svo til Reykjavíkur um aldamótin. Hún hefur unnið að hagsmunamálum rithöf- unda, var formaður barnabókasambandsins SÍUNG og gegndi formennsku fyrir Rithöfundasamband Íslands á árunum 2010–2014. Skáldsögur hennar hafa margar einnig komið út í Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Litháen, Eistlandi, Slóveníu og Ungverjalandi. Kristín talar íslensku einsog enginn, óheyrð máltæki hrynja af vörunum þegar við sitjum við glugga kaffihúss á hlýjum júnídegi niðri í bæ, fæst þeirra fást til að festast á blaðið, sum þorði ég ekki að prenta. * Fyrirsögnin er fengin úr skáldsögunni Franskbrauð með sultu þegar amma Lillu fær stúlkuna til að borða ýsu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.