Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 8
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 8 TMM 2017 · 3 og rúlluðu einsog síldartunnum að ég laumaðist út og heim, læddist upp á loft – afþví ég var búin að borga fyrir bíóið átti ég auðvitað að sjá myndina alla. Mamma fann mig á loftinu og spurði hvað væri að. Ég sagði einsog var og var orðin töluvert fullorðin þegar ég fór næst í bíó. Horfðirðu kannski á kvikmyndir í bútum innum gatið utan á bíóhúsinu einsog þær Kata, Lilla og Magga gera í Franskbrauði með sultu? Ójá, hvort ég gerði! Þótt ég væri hrædd var það spennandi því það var bannað … *** Heyrðu nú mig, hvernig barn varstu? Óþekkt, stillt? Framan af var ég stillt – mér er sagt ég hafi verið ljúft lítið barn – en fimm ára gömul breyttist allt: ég hafði verið yngst og í miklu uppáhaldi, mest hjá bróður mínum sem var níu ára þegar ég fæddist; ég lék úti með honum, ég var sólargeislinn hans. Svo fæðist lítill fallegur bróðir, dökkur eins og mamma, með löng augnhár – sú rauðhærða og freknótta var vond við hann frá fyrstu tíð; barnið ógnaði mér. Uppfrá því varð ég uppivöðslusöm, lét engan eiga neitt hjá mér og slóst við stráka ef með þurfti. Nú hef ég alið upp þrjú börn, er töluvert með barnabörnunum og ætla ekki að gagnrýna uppeldisaðferðir foreldra minna en ég gæti þess að nota ekki fyrritíma fílósófíu. Maður átti umfram allt að standa sig og láta ekki neinn eiga hjá sér. Amma sem bjó á heimilinu var alltaf að dessa mig eins mikið og hún gat og ég fékk þá heimanfylgju að ég ætti að standa með mér og þá var best að svara fyrir sig og berja frá sér ef með þyrfti. Ég vildi vera góð en ég var orðin frekjuskjóða. Það var ekki fyrr en ég varð fullorðin að ég ákvað að hætta að berja frá mér og verða vingjarnleg. Þá leið mér betur. Harðneskja bjó í andrúmsloftinu á þessum tímum. Það hefur margt breyst síðan. Hvort fannst þér skemmtilegra að vera barn eða unglingur? Ég held það hafi verið skemmtilegra að vera barn. Þegar ég er unglingur eru veikindi á heimilinu. Mamma mín deyr eftir baráttu við þau. Ég var átján ára gömul. Lát hennar hafði nokkuð erfiðan aðdraganda og áframhaldandi erfiðleikar fylgdu. Varstu trúuð? Ertu trúuð? Ég hef háð ýmsa hildi við Guð. Amma mín sem ég nefndi áðan, Guðrún Eiríksdóttir, mannasættir og góð kona, var mjög trúuð, hún trúði á Gvöð og gaf mér sálmabók – hún var svo skemmtilega flámælt þessi elska. Hún kenndi mér um nærveru Guðs og ég var bjargföst þeirrar trúar að hann dveldi alltaf hjá mér. Þess vegna bað ég hann þess heitast að láta mömmu batna. Þegar mamma dó struntaði ég í Guð og fór ekki í kirkju nema ég mætti til.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.