Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 9
„ L á t t u e k k i þ e s s a ö g n h l æ j a a ð þ é r“ TMM 2017 · 3 9 Kona fyrir austan sagði að ekki væri hægt að móðgast við Guð almáttugan en ég svaraði henni að það gerði maður víst og hélt mínu striki. Ég fór auðvitað við jarðarför móður minnar og söng með kirkjukórnum á sumrin þegar ég var heima því pabbi var organisti og það vantaði alltaf sópran í kórinn. En ég hlustaði ekki á prestinn, fór ekki með Faðir vor-ið eða bænirnar mínar. Svo liðu árin. Þegar börnin fæddust varð ég blíðari og mýkri og lagði stórmennskuna sem hafði einkennt mig endanlega af. Fyrirmyndirnar Grundar Helga – sem lét taka Smið hirðstjóra og Jón Skráveifu af lífi og er ein af sterku persónunum hans Jóns Trausta – Hallgerður Langbrók og Bergþóra á Bergþórshvoli – konur sem mæla ógleymanlega frasa og eru fylgnar sér – fóru niður af stall- inum, ég tók Guð í sátt og bað bænir með krökkunum. Maðurinn minn var utan kirkju og ég vildi ekki að krakkarnir ælust upp án þess að vita hver þessi Gvöð væri. Nú erum við í þokkalega góðu sambandi. Ertu félagsvera, einfari? Félagsvera – hef alltaf verið. En hvernig fer það saman við starfið? Mér hefur oft fundist ég dáldið ein með blýantinum og ritvélinni og síðar tölvunni. Ég byrjaði að skrifa með Iðunni systur – við skrifuðum saman fjöldamörg leikrit í nokkur ár og það var skemmileg samvinna, okkur sinnaðist aldrei – en allt í einu fannst mér líka gott að vera bara ein og skrifa. Ég skipulegg vel tíma minn, vinn x margar stundir og hitti svo fólk. Varstu pabbastelpa, mömmustelpa? Ég var mömmustelpa. Hafa foreldrar þínir haft áhrif á bækurnar þínar? Afgerandi já, sögurnar sem mamma sagði okkur í eldhúsinu búa alltaf inni í mér og hafa umbreyst með aldrinum og orðið að mínum – og ekki bara sögurnar hennar heldur líka sögur ömmu minnar sem var gift verkamanni, oftast atvinnulausum, átti fimm börn og vissi iðulega ekki hvað hún ætti að hafa í matinn næsta dag – æðrulaus alla tíð, naumast hrukku að sjá á and- litinu um áttrætt. Hún gengur aftur í mörgum bóka minna og leikritum. Hún er til dæmis Guð almáttugur með æðahnúta, á peysufötum og silkisokkum í bókinni Draugur í sjöunda himni. *** Hvert er uppáhaldsorðið þitt? Amma. Fyrir þrjátíu árum hefði ég sagt mamma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.