Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 13
„ L á t t u e k k i þ e s s a ö g n h l æ j a a ð þ é r“ TMM 2017 · 3 13 Sjáum til með það en eitt langar mig að vita: Á hvaða árum voru börn 68-kynslóðarinnar fædd nákvæmlega? Tsja, þetta teygir sig dálítið upp og niður en ég held að þau sem eru fædd í kringum 1950 séu kjörhópurinn. Ingólfur bróðir – fæddur 1951 – var blómabarn per exellence, ég fædd fimm árum fyrr náði í tímabilið og hug- myndafræðina og blómstraði kannski mest á Kaupmannahafnarárunum. Kaupmannahöfn var öll á sundi. Þegar ég fór til Göttingen árið 1972 hafði ’68 komið þar við en ekkert í líkingu við Kaupmannahöfn. Það var að vísu hálfgerð upplausn í háskólanum – einkum í hugvísindadeildunum – í raun- greinunum þar sem maðurinn minn nam var allt annað andrúmsloft en hjá mér í þýskunni: nemendurnir neituðu t.d. að þéra kennarana og það var mjög mikið mál og hafðist ekki í gegn en það losnaði um allt bæði þar og hér. Ég gekk um með blóm í hárinu og á Jesúskóm í Kaupmannahöfn en lagði búningnum í Þýskalandi. Maður sér þetta enn í Kaupmannahöfn að hluta til hjá eldra fólki í klæðaburði og þá fer um mig hlýr straumur. Já, hvernig mótar þú lífstíl þinn? Í sameiningu með öðrum? Meðvitað, ómeðvitað útfrá gildum og siðvenju eða í andófi gegn hefðum? Á hvað leggur þú mesta áherslu í lífinu? Hvernig fléttast starf þitt við fagurfræði þína, praktík og skoðanir? Tekur praktík of stóran skerf af fegurðinni? Er manneskjan í eðli sínu góð? Tsja, ég veit ekki hvað segja skal, nafna … Sameiningin með öðrum var afgerandi fyrir mig framan af – ég var svo mikil hópsál, heimavistarstelpa – en eftir því sem árin hafa liðið komu önnur sjónarmið inn, meðvitað eða ómeðvitað. Keppikeflið mitt alla tíð er að vera heiðarleg og góð manneskja. Stundum finnst mér ég hafa lifað mörgum lífum og áherslur breytist með þroska. Hugmynda- og fagurfræðin verður plássfrekari eftir því sem ég eldist, skrifa lengur og hugsa meira – ég er ekki nærri því eins praktísk og ég var áður. Ekki láta fegurðina í minni pokann fyrir praktíkinni. Fegurðin er lífið sjálft. Því miður er manneskjan í eðli sínu grimm. Við þurfum ekki annað en hlusta á fréttir, horfa á fjölmiðla eða lesa mannkynssögu. Það er sorglegt og þyngra en tárum taki. Af hverju getur mannskepnan ekkert lært? *** Úff, ég veit ekki hvern við getum spurt að því. En hvað meturðu þó mest og best í fari manneskju? Heiðarleika og einlægni. En minnst í fari fólks? Óheiðarleika og fals.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.