Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 16
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 16 TMM 2017 · 3 Ljósa (2010). Ég safnaði heimildunum fyrir Ljósu í hartnær tuttugu ár – það er ekki auðvelt að setja sig inn í gamla tíma, í þetta skipti tímabilið 1874 til 1938. Ég fór nokkrum sinnum austur í Suðursveit og tók viðtöl við sveitunga. Söguna byggi ég á ævi ömmu minnar Kristínar Eyjólfsdóttur sem ég vissi lítið um afþví ekkert var talað um hana heima. Skrifin voru mikil áskorun um leið og ég var logandi hrædd við efnið og spennt því það var skemmtilegt að setja sig inn í þennan tíma í sveitinni og í Reykjavík. Bókinni var mjög vel tekið. Hún fjallar um geðveiki. Já og geðveikin var ástæðan fyrir því að það var aldrei rætt um ömmu heima hjá okkur. Í barnæsku minni ræddu menn ekki um sjúkdóminn: þetta var liðið og það var ekki til neins, manneskjan var dáin. Það hefur margt breyst sem betur fer, úrræðin voru lítil sem engin á meðan amma lifði, lyfin skiluðu sér ekki fyrr en eftir seinna stríð og amma var því lokuð ofan í dárakistu einsog margir og endaði líf sitt inni í pínulitlu herbergi sem var einungis opnanlegt utanfrá og minnti á skáp. Ég er þakklát fyrir að mér tókst að ljúka við bókina, á meðan ég vann að henni var ég svo hrædd um að skrifa tóma vitleysu. Ótti minn reyndist óþarfur enda hafði ég marga og góða yfirlesara í liði með mér. Bjarna-Dísa (2012). Bókin styðst við þjóðsögu sem gerðist austur á Fjarðarheiði í lok átjándu aldar og ég heyrði oft sem barn og lét fara í taugarnar á mér afþví hvað sagan gerði Bjarna-Dísu vitlausa: manneskja með viti færi aldrei hálfnakin gangandi yfir Fjarðarheiði um vetur. Tildurrófuskapur hennar átti að hafa komið í veg fyrir að hún klæddi sig í almennilegan vetrarbúning. Þannig dæmdi umhverfið veslings vinnustúlku sem langaði bara til að líta vel út. Mig langaði til að taka upp hanskann fyrir Dísu og komst að því við eftir- grennslan að hún fór vel búin yfir heiðina. Það varð samt hennar síðasta för. Hún lifði af einveru í fimm dægur grafin í fönn en þegar björgunarmenn- irnir komu á móti henni drápu þeir hana, fullir hjátrúar töldu þeir víst hún væri afturgengin. Í þessu máli var aldrei réttað og engin vitnaleiðsla fór fram. Til gamans má geta þess að Seyðisfjarðarkaupsstaður ásamt mér sjálfri hefur komið upp minnisvarða um Dísu á þessu ári. Hann stendur uppi í svo- kölluðum Dísubotni sem er á milli Stafa en þar á hún að hafa legið í fönninni. Vonarlandið (2014). Þar skrifa ég sögu kvenna í stritandi heimi Reykjavíkur 19. aldar. Kon- unum hefur lítið verið sinnt. Helst hafa verið skrifaðar bækur um karla og af körlum frá þessu tímabili. Ég skrifa í bókinni um þvottakonurnar í Laug- unum, vatnsberana, konurnar sem báru fisk á reitum og roguðust með kol upp úr skipum. Þessar konur unnu fyrir helmingi lægra kaupi en karlarnir,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.