Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 46
46 TMM 2017 · 3 Eka Kurniawan Ekki pissa hér! Þórdís Helgadóttir þýddi Um leið og hún opnaði bíldyrnar fyrir framan búðina sína stakk hlandlyktin hana í nasirnar. Lyktin kom frá lága milliveggnum á litla bílastæðinu. Unga konan, Sahsa, var hérumbil búin að æla. Hún rauk út og hálfhljóp í áttina að búðardyrunum, tók úr lás og flýtti sér inn. Hlandlyktin elti hana eins og dekraður hundur – þrátt fyrir stóra hand- skrifaða skiltið sem hún var búin að hengja út á vegginn: „Ekki pissa hér!“ Hún gerði sér í hugarlund að á hverri nóttu kæmi sá sem í hlut ætti rétt fyrir sólarupprás og pissaði hæstánægður beint á skiltið. Hún nöldraði við Marjan, einn starfsmanninn í búðinni: „Ég ætla að vona að Guð brenni af honum tillann.“ Marjan hló bara og vatt sér svo eins og venjulega í að þrífa illa þefjandi hornið á bílastæðinu. Og hún lét ekki nægja að skvetta smá vatni yfir það heldur notaði hún vatnsblöndu með lyktareyðandi ilmefnum. Hlandlyktin varð að vera á bak og burt áður en þær opnuðu verslunina, rétt fyrir klukkan sjö. Ekki bara af því að lyktin gerði Söshu óglatt. Hitt var öllu verra, að það mátti bóka að hún myndi fæla hugsanlega viðskiptavini í burtu. Alveg síðan hún tók þetta verslunarrými á leigu og opnaði litlu verslunina sína hérna hafði hún stöðugt verið í vondu skapi. Typpið á karlmönnum var til vandræða um allan heim, kvartaði hún og kom Marjan til að hlæja. Það lék enginn vafi á því í hennar huga að sá sem stundaði það að míga á bílastæðið var manneskja með typpi. „En áður en Guð brennir af honum tillann, þarf fyrst að kenna honum smá mannasiði.“ *** Maðurinn hennar var farinn að bíða eftir henni á rúminu þegar hún kom fram af baðherberginu. Hún var enn með handklæðið vafið um sig og brosið á andliti eiginmannsins var hún farin að þekkja vel eftir öll þessi ár – þetta var brosið sem bauð henni að sofa hjá honum. Hún þoldi ekki þetta bros, en gat ekkert gert í því. Hún reyndi iðulega að komast hjá kynlífinu, þau gerðu það ekki oft, en af því að beiðnin var svo sjaldgæf átti hún í vandræðum með að hafna henni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.