Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 47
E k k i p i s s a h é r ! TMM 2017 · 3 47 Sasha kom upp að rúminu og Matta, maðurinn hennar, tók strax utan um hana. Hann kyssti hana á kinnarnar og síðan á varirnar. Henni fannst varir hans vera kaldar þegar þær snertu kinnar hennar og munn. Það var ekkert sérstakt við snertingu hans. Hún var búin að gleyma því hvort það hafði nokkurn tíma verið þannig að þessi snerting kveikti í henni eða æsti hana upp, þó ekki væri nema rétt aðeins. Kannski hafði það aldrei verið þannig. Matta togaði í eitt hornið á handklæðinu. Sahsa stóð nakin fyrir framan manninn sinn. Matta lagði hana niður á rúmið, snerti hana, þuklaði á henni, hvíslaði eitthvað dónalegt. Hún varð að loka augunum og hugsa um eitthvað. Kannski atriði úr bíó- mynd sem hún hafði séð (Basic Instinct?) Kannski setningu úr bók sem hún hafði lesið (Unaðsreit eftir Anaïs Nin?) Kannski ljósmynd úr tímariti (Al Pacino í Life?) Kannski minningu úr fortíðinni (fyrsta kossinn?) Það voru bara svoleiðis hlutir sem gátu kveikt í henni, æst hana aðeins upp og loks látið hana blotna. Á því augnabliki leyfði hún Matta að fara inn í sig, en það spratt líka út á henni kaldur sviti. Venjulega klemmdi hún aftur augun. Venjulega kreppti hún hendurnar saman í hnefa og safnaði kröftum. Hún einbeitti sér að myndinni sem hún hafði kallað fram í hugann andartaki áður en typpi mannsins hennar fór inn í hana. Hún beit sig í vörina. Hún vissi að þetta myndi meiða hana og að hún þyrfti að láta sig hafa það. Sasha vonaði að þetta myndi ekki endast lengi og Matta vissi það. Hann fór inn í hana. Færði sig inn og út. Sprautaði einhverju út. Þetta var stutt. Tók fljótt af. Síðan velti hann sér ofan af henni. Sasha fann að kvalir hennar voru á enda. Hún þoldi ekki að fá typpi karlmanns inn í sig. Það meiddi hana og veitti henni alls enga ánægju. Hún vildi óska að hún gæti hengt skilti á klofið á sér, sýnt það manninum sínum og öllum karlmönnum. „Ekki pissa hér!“ Það væri nú dásamlegt, hugsaði hún. *** Eftir að Marjan lagði það til, tók hún niður skiltið sem á stóð „Ekki pissa hér!“ og setti í staðinn „Snyrtimennska er til marks um guðrækni.“ Fólk sem á annað borð fannst gaman að óhlýðnast reglum væri bara líklegra til að láta gossa þegar það sæi orðin „ekki“ eða „bannað“. Kannski myndi fólk frekar hika við að míga á bílastæðisvegginn ef skilaboðin væru hvetjandi og trúarleg. Þennan morgun lagði Sasha bílnum fyrir framan búðina og gekk í áttina að veggnum. Hún átti von á að finna óþef en varð varla vör við neina lykt. Hún þefaði dálítið og fór nær. Lyktin var þarna, hugsaði hún. Einhver hafði pissað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.