Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 51
TMM 2017 · 3 51 Maja Lee Langvad Úr Dagar af ólgandi hjartslætti Þýðing: Eiríkur Örn Norðdahl Ég græt á meðan ég skrifa þér. Ég myndi gráta meira ef þú værir hérna, bara svo þú vitir það. Aldrei í lífinu hef ég átt jafn sorglegt Skypesamtal við neinn og við áttum í gær. Ég vil þig alveg jafn mikið og þú vilt mig og það er svo sárt að veikindi mín skuli hindra okkur í að halda áfram að hittast. Eftir að ég talaði við þig í gær hugsaði ég um sjálfa mig sem persónu í ástarsögu þar sem elskendurnir fá ekki að eigast. Elskendurnir fá ekki að eigast og það er ekki vegna þess að annar er af fínna fólki en hinn og þeir verði að láta undan kröfum foreldra sinna um að hætta að hittast. Þessi þrýstingur kemur að innan. Það eru ekki foreldrarnir sem eru vandamálið heldur sálarlífið og taugarnar og samfélagið sem hefur brotið niður sálarlífið og slitið út taug- unum. Ef ég hefði fótbrotnað gætum við haldið áfram að hittast. Auðvitað gætum við ekki gert hvað sem er saman, en við gætum haldið áfram að hitt- ast og það er það sem mig langar meira en allt annað. Hver veit hvenær við sjáumst aftur. Hvenær það boðar ekki lengur streitukast að hitta þig, heldur boðar í mesta lagi fiðrildi í magann. Mamma vill meina að lausnin sé fólgin í að ég byrji að skrifa, en hversu margar síður þarf ég að skrifa áður en ég hitti þig aftur? Hversu mörg orð? Ef ég gæti í það minnsta fengið einhverja dag- setningu sem ég gæti hlakkað til, einhverjar forsendur fyrir skriftirnar, en ekki einu sinni það geta læknarnir sagt mér. Vitneskjan um að allt verði á endanum öðruvísi er það eina sem ég get stutt mig við sem stendur. En vittu bara að þótt ég kvarti er ég mjög hamingjusöm að ég skuli hafa hitt þig. Áður en ég hitti þig vissi ég ekki hvernig tilfinning það er, þegar tilfinningin er rétt. Ég hafði átt í ótal samböndum og ástarævintýrum við konur og þau voru öll slítandi hvert á sinn hátt, af því þau voru öll vonlaus hvert á sinn hátt, og samt var ég með þessum konum svo mánuðum eða árum skipti. Ég vissi ekki hvernig tilfinning það er, þegar tilfinningin er rétt. Ég vissi bara að ég vildi gjarna deila lífi mínu með annarri manneskju, að ef ég myndi ekki hitta neina sem ég vildi deila lífinu með væri líf mitt ekki þess virði að lifa því. Núna veit ég að þetta er bara spurning um tíma, um að bíða þess að mér líði betur, og ef þú skyldir kynnast einhverri annarri í millitíðinni þá veit ég að það er samt bara spurning um tíma, um að bíða þess að önnur kona skjóti upp kollinum í lífi mínu. Ég verð að vera þolinmóð og treysta því að í lífi mínu finnist fleiri en ein kona. Að það standi ekki allt og falli með þér. Þér. Ég efaðist aldrei,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.