Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 54
54 TMM 2017 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð að þú svíkir sjálfsmynd þína, heldur að þú sýnir andspyrnu gegn málrænni og táknrænni kúgun sem neitar að hlusta á þig nema þegar þú æpir „sársauki““. *** Ég les hvorki margar ritgerðir né fagurbókmenntir, þannig að þegar ég loksins les ritgerð eða fagra bók, er hún vel valin. Í mörg ár skammaðist ég mín fyrir að lesa ekki meira en ég gerði, að ég gæti ekki gleypt í mig bækur einsog Lily gleypir í sig bækur. Í mörg ár efaðist ég meira að segja um að ég væri rithöfundur, fyrst ég las ekki fleiri bækur en ég gerði. Það var ekki vegna þess að ég léki tölvuspil eða horfði á sjónvarpsþætti í staðinn. Ég held ekki að það sé nein önnur ástæða fyrir því hversu lengi ég er að lesa bækur, en að ég er lengi að melta það sem ég hef lesið. *** „Þegar maður hefur lokið við bók – ég á við bók sem maður skrifaði sjálfur – getur maður ekki lengur sagt, þegar maður les hana, að þetta sé bók sem maður skrifaði, maður getur ekki heldur sagt hvað stendur í henni eða með hvers lags efasemdum eða hamingjutilfinningum hún er skrifuð, hvort hún sé vel heppnuð, eða hvort hún var ósigur í tilverunni.“ (Marguerite Duras) *** Ég er ein þeirra höfunda sem gefur hluta af sjálfri sér í hvert sinn sem hún talar opinberlega um bækurnar sínar. *** Þennan morguninn er ég alsæl að hafa sofið í átta tíma og afbókað enn eina skuldbindinguna! Ég hef ekki sofið svona lengi frá því ég kom aftur frá Kanaríeyjunum. Það er meira en einn og hálfur mánuður. Ég vissi ekki að svefn gæti verið svona mikill gleðivaki í lífinu, og að skortur hins sama gæti verið svo slítandi. Ég er á þeim stað í lífinu að ég geri ekki margt. Það er frekar fátt sem ég kann. Ég borða, ég sef, ég skrifa, ég geng, ég læt fyrir berast í náttúrunni og ég fer í líkamsmeðferð. Fyrir mér eru skriftirnar nátengdar djúpri ró og fróun. Þannig hefur það alltaf verið og þannig verður það af öllu að dæma sennilega alltaf. Þær eru mín leið til þess að hugleiða og þess vegna verð ég að skrifa, eða í það minnsta glósa, á hverjum einasta degi. Þegar rithöfundar tala um hvernig skriftirnar færa með sér ugg og óþægindi, að rýmið sem skriftirnar eiga sér stað í sé rými sem þeir sækja nauðbeygðir og ekki of lengi í einu, þegar það loks gerist, líður mér einsog ég sé að hlusta á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.