Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 59
L e i t i n a ð r ó t u n u m TMM 2017 · 3 59 Turkish Lover (2004) sem segir frá stormasömu sambandi hennar og unnusta á háskólaárunum. Santiago hefur þó ekki aðeins skrifað minningar sínar. Hún hefur sent frá sér skáldsögurnar América’s Dream (1996) og Conquista- dora (2011). Sú fyrrnefnda fjallar um unga þjónustustúlku á smáeyju undan ströndum Púertó Ríkó sem vegna kynferðislegrar misnotkunar flýr heimilið og fer til Bandaríkjanna. Hin síðarnefnda er söguleg skáldsaga sem gerist á Púertó Ríkó á nýlendutímanum og segir frá spænskri konu sem verður plantekrueigandi á eyjunni. Tveir menningarheimar Fyrsta bók Santiago, Stúlkan frá Púertó Ríkó, byggir á æskuminningum hennar frá því hún var lítil stúlka á Púertó Ríkó. Hún er skrifuð í fyrstu persónu og lesandi fylgir hugarheimi og skynjun barnsins til unglingsaldurs þegar höfundur flyst búferlum til Bandaríkjanna. Bókin hefur frá upphafi verið auglýst sem „æviminningar“, en nærtækara væri að líta á hana sem endurminningar í skáldsagnaformi eða jafnvel skáldævisögu. Stúlkan segir frá upplifunum sínum í litlu bæjarþyrpingunni Macún í fjöllum eyjunnar þar sem höfundur ólst upp. Lesandi skynjar umhverfið á þessari gróðursælu eyju gegnum lifandi lýsingar á umhverfinu, alls kyns plöntum og jurtum, ilmi af blómum og ávöxtum. Greint er frá daglegu lífi fátækrar fjölskyldu, siðum og venjum eyjarskeggja, skólagöngu, slitróttu sambandi foreldranna, vilja- sterkri móður sem lætur ekkert stöðva sig þótt nýtt barn bætist við ár hvert og faðirinn hverfi með reglulegu millibili, að lokum þarf móðirin að fara út á vinnumarkaðinn frá sjö börnum. Með því er fljótt lögð ábyrgð á herðar Esmeröldu Santiago, sem var elst systkinanna. Einnig er líf fjölskyldunnar í höfuðborginni San Juan rakið þar sem hún bjó um skeið í fátækrahverfi við síkið El Mangle. Höfundur leggur sig fram um við að lýsa menningu og siðum þjóðarinnar. Meðal annars er sagt frá líkvöku, fellibyljum, þjóð- og hjátrú, dægurlögum sem óma víða og fjalla um meinlega hegðun karla gagnvart konum. Tónn bókarinnar er ljúfur og hlýr, það ríkir söknuður eftir liðnum tíma, og kímnin ekki fjarri þrátt fyrir erfið kjör. Unga stúlkan er forvitin og fróðleiksfús, spyr margra spurninga sem hún fær oftast svar við. Þar sem barnsvitundin talar þarf lesandi stundum að lesa á milli línanna. Höfundur lætur sér til dæmis nægja að tæpa rétt á sérkennilegri pólitískri stöðu eyjunnar þegar Banda- ríkjamenn voru í óða önn að koma á sínu kerfi á eyjunni; hugmyndum, siðum og tungumáli – sinni menningu. Nemendum er gert að læra ensku og fjölskyldur kallaðar á fund til að kenna þeim að borða holla fæðu samkvæmt siðum herraþjóðarinnar. Lesandi sem þekkir ekki til sögunnar þarf að fylla í eyðurnar.1 Í síðustu köflum bókarinnar er móðirin flutt ásamt barnaskara til Brooklyn í New York. Yfir það efni er farið mun ítarlegar í síðari bókinni,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.