Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 61
L e i t i n a ð r ó t u n u m TMM 2017 · 3 61 sína sem innflytjendur þar í landi; fyrstu verk þeirra komu út í Bandaríkjunum (á ensku) á tíunda áratug síðustu aldar og þess síðastnefnda á fyrsta áratug þessarar aldar. Allir eiga þessir rithöfundar rætur að rekja til eyja Karíbahafsins: Dóminíska lýðveldisins og Kúbu. Að sumu leyti er slík flokkun á verkum Santiago skiljanleg en málið er flóknara en svo vegna hinnar sérstöku nýlendustöðu Púertó Ríkó. Santiago segir í við- tali við Ilan Stavans árið 2005 hversu írónísk slík flokkun sé. „Við erum ekki innflytjendur“, segir hún, „við erum flytjendur“ (not immigrants, but migrants).2 Vissulega er reynsla Santiago sem hún segir frá í síðustu köflum bókarinnar Stúlkan frá Púertó Ríkó og í Næstum fullorðin áþekk sögu inn- flytjenda, það sýnir í raun hversu öfugsnúin staðan er. Hún er bandarískur þegn en jafnframt útlendingur. Allt undirstrikar þetta hina einkennilegu stöðu fólks frá Púertó Ríkó (hvort sem þeir búa á meginlandinu eða á eyjunni) gagnvart Bandaríkjunum, sem og viðbrögð bandarískra þegna við eyjarskeggjum. Til að átta sig á þessu er nauðsynlegt að skyggnast örlítið í söguna. Pólitísk staða Púertó Ríkó hefur verið stanslaust þrætuepli alla síðustu öld fram á okkar daga, og sér ekki fyrir endann á því máli. Nú eru liðin yfir hundrað ár frá því eyjan fluttist frá einni herraþjóð yfir á aðra. Eftir spænsk-bandaríska stríðið 1898 varð Púertó Ríkó að svonefndu „frjálsu tengdu fylki“ Banda- ríkjanna og er það enn þann dag í dag.3 Á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, á árum hinnar svonefndu Bootstrap-aðgerðar, stóð til að iðn- og nútímavæða eyjuna. Það tókst að einhverju leyti en hafði mikið atvinnu- leysi í för með sér. Til að uppræta atvinnuleysið flykktust eyjarbúar til Bandaríkjanna, einkum til New York (árlega um 50.000) og með tíð og tíma urðu þeir býsna margir í borginni. Það er einmitt í kjölfar þessa tíma sem Esmeralda Santiago flyst til Bandaríkjanna eða árið 1961. Púertó Ríkó búar voru fyrstu „hispanics“ sem fluttu í hópum til New York borgar og settust að í hverfunum Bronx, Brooklyn, East Harlem og Lower East Side og ekki leið á löngu þar til árekstrar urðu á milli menningarheims og gilda þeirra og Bandaríkjamanna. Nú er svo komið að ríflega helmingur þjóðarinnar býr á meginlandinu og hinn á eyjunni.4 Sumir eru fæddir á meginlandinu, hafa aldrei komið til eyjarinnar, aðrir hafa sterk tengsl í báðum löndum, og enn aðrir búa á eyjunni og hafa aldrei komið út fyrir landsteinana. Sumir eru tvítyngdir, sumir tala aðeins spænsku og aðrir aðeins ensku. Þetta ástand hefur ýtt undir spurningar um þjóðerni og sjálfsmynd. Enda hefur sjálfs- mynd þjóðarinnar verið eitt helsta viðfangsefni rithöfunda eyjunnar. Ófáir fræðimenn hafa skrifað um áhrif þessarar sérkennilegu stöðu á þjóðina, þjóð sem aldrei hlaut sjálfstæði, hvort sem þegnarnir eru búsettir á eyjunni eða í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.