Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 62
62 TMM 2017 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Bandaríkjunum. Fræðimaðurinn Jorge Duaney talar um þjóð á faraldsfæti;5 einn helsti rithöfundur eyjunnar, Luis Rafael Sánchez, segir þjóð sína vera klofna og „fljótandi“, þjóð sem „býr í tveimur ólíkum löndum og er stanslaust á ferðinni milli tveggja ólíkra menningarheima – Púertó Ríkó og Banda- ríkjanna“.6 Hin sérstaka pólitíska staða landsmanna hefur sett svip sinn á hvaðeina á eyjunni allar götur frá því hún féll Bandaríkjamönnum í hendur, ekki síst sjálfsmynd þjóðarinnar, og þegar kemur að sjálfsmynd eyjarskeggja sem eru búsettir í Bandaríkjunum getur staðan orðið flókin. Þegar íbúar Púertó Ríkó koma til Bandaríkjanna eru þeir „útlendingar“ en samtímis bandarískir ríkisborgarar. Juan Flores telur þetta hafa skaðað veru þeirra á meginlandinu, og oftar en ekki hafa þeir átt erfitt uppdráttar og setið fastir í fátækrahverfum New York borgar.7 Um þessa reynslu hafa margir púertó- ríkanskir rithöfundar í Bandaríkjunum skrifað. Þegar horft er til bókmenntasögunnar gefur það dýpri skilning og víð- tækari sýn að setja rithöfundinn Esmeröldu Santiago í samhengi við aðra meginlands-púertóríkana sem hafa sent frá sér ritverk í Bandaríkjunum – og skrifa á ensku, það er svonefndra Nuyorican höfunda. Sú saga nær töluvert lengra aftur í tímann en verk höfundanna frá Dóminíska lýðveldinu og Kúbu sem voru nefndir hér að ofan. Fyrstu verkin um reynslu eyjarskeggja í New York birtust á fyrri hluta síðustu aldar og hafa verið kennd við „the Nuyorican experience“.8 Þekktari eru þó Piri Thomas sem hefur sent frá sér Down These Mean Streets (1967), og Nicholasa Mohr sem gaf út Nilda (1973), El Bronx Remembered (1975) og In Nueva York (1977) sem eru ævisögulegs eðlis. Nokkru síðar gáfu Edward Rivera út Family Installments: Memoirs of Growing Up Hispanic (1982) og Ed Vega, The Comeback (1985). Einnig má nefna verkin The Line of the Sun (1989) og Silent Dancing: A Partial Remem- brance of a Puerto Rican Childhood (1990) eftir Judith Ortiz Cofer. Viðfangs- efni þessara verka er af áþekkum toga; þetta eru eins konar þroskasögur eða reynslusögur sem takast á við það að alast upp í framandi samfélagi þar sem árekstrar menningarheims og gilda þeirra og Bandaríkjamanna eru tíðir. Allir skrifa um niðurlægingu og mótlæti, fyrirlitningu vegna upprunans sem þeir verða fyrir, kynþáttafordóma, hvernig margt af þessu fólki lenti á jaðrinum og varð að hópi sem aðlagaðist ekki samfélaginu að fullu; og oftar en ekki tengdur við „gettóið“. Gamla landið er þessum rithöfundum einnig hugleikið og minningarnar þaðan. Verk þeirra eru á ensku en sum spænsku- skotin líkt og verk Esmeröldu Santiago. Reyndar höfðu rithöfundar frá sjálfri eyjunni áður fjallað um – á spænsku – hlutskipti innflytjenda frá Púertó Ríkó þegar flutningur eyjabúa til meginlandsins var hvað mestur. Þar má nefna verkin En este lado (1954) eftir José Luis González, Spiks (1956) eftir Pedro Juan Soto og Harlem todos los días (1978) eftir Emilio Díaz Valcárcel. Allir bjuggu þeir um skeið í New York. Þessum stefjum bregður líka fyrir í verkum Santiago, einkum þeim sem byggja á endurminningum hennar. En hún leggur áherslu á að þrátt fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.