Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 65
TMM 2017 · 3 65 Kári Tulinius Talað upp úr draumi — Tapio Koivukari og skáldsaga hans Predikarastelpan Fyrir Íslending er dvöl í Finnlandi stundum eins og að vera í draumi, og ekki bara vegna þess að það sem stendur á skiltum er óskiljanlegt, eða vegna þess að stundum er rambað á sænskumælandi svæði og allt í einu er tungumálið næstum orðið að íslensku. Allt er bæði kunnuglegt og framandi, húsin, fólkið og menningin. Trúarathafnir eru gott dæmi. Brúðkaup í Finnlandi eru mjög keimlík þeim íslensku, en jarðarfarir allt öðruvísi. Minningagreinar tíðkast ekki í blöðum heldur senda Finnar hinum látna kort, yfirleitt í stóru sniði, sem lesin eru í erfidrykkjunni. Þessi lestur getur tekið margar klukkustundir. Á meðan situr fólk og snæðir. Sértrúarhópar, öfgafullir á íslenskan mæli- kvarða, eru líka eðlilegur hluti af samfélaginu þó að flestir séu í finnsku lúthersku kirkjunni. Ég hef búið í Finnlandi samtals rúm tvö ár og kynnst þónokkrum fjölda fólks sem fór í gegnum tímabil ofsatrúar, oft á yngri árum. Það fór á stórar samkundur, útihátíðir, og upplifði mjög sterkt að hafa höndlað sannleikann saman. Á mínum þrjátíu og sex árum sem Íslendingur hef ég kynnst tveimur samlöndum sem þetta á um, og þurftu þeir báðir að leita yfir hafið til að komast á stórt mót með sannfæringarsystkinum sínum. Myndin sem Finnar hafa af sjálfum sér, og aðrir af þeim, er að þeir séu verkfræðingaþjóð, rökfastir, lausnamiðaðir, fámæltir og tilfinningakaldir. Það er erfitt að koma þessu heim og saman við trúarhitann sem getur blossað upp. Þessi tvískipting setur mark sitt á skáldsöguna Predikarastelpan eftir Tapio Koivukari, sem kemur út á íslensku nú í haust. Hún byrjar á því að tólf ára stelpa sér engla á meðan hún dvelur á spítala. Í fyrstu málsgreininni er fjölskylda hennar kynnt til sögunnar, og svo ótilgreindur „einhver“ sem vitnar í Biblíuna og líkir stelpunni við Jesú. Þetta hopp á milli tilverusviða, sem og það hvernig samfélagið skilgreinir einstaklinga eftir eigin höfði, er mjög fín kynning á því sem fjallað er um. Fyrsti kafli heldur svo áfram og lýsir högum fjölskyldunnar sem og því hvernig hjúkrunarþjónustunni er háttað á sögutíma og án þess að það sé sagt beint út nær lesandinn án mikillar fyrirhafnar að reikna út að hann sé staddur í Finnlandi á fyrstu árum eftir stríð, þegar bakteríudrepandi lyf voru enn nýtilkomið kraftaverk lækna- vísindanna. Þetta upphaf teflir saman því sem á eftir að takast á í bókinni, trúnni á hið yfirskilvitlega og traustinu á því sem skilningarvitin tjá fólki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.