Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 67
Ta l a ð u p p ú r d r a u m i TMM 2017 · 3 67 með því að segja sögu García, unglingspilts sem slapp lifandi þegar samlandar hans voru myrtir af forfeðrum okkar. Strax í upphafi ferilsins stóð Tapio með annan fótinn í Rauma og hinn á Vestfjörðum. Fyrsta bók hans kom út árið 1988 og hét Saariston samurait, Skerjagarðssamúraíar, en hún fjallaði um unga menn sem einsetja sér að fremja hryðjuverk til að bjarga náttúru finnska skerjagarðsins. Næsta skáldsaga hét Óðinnin korppi, Hrafn Óðins, sem var byggð á reynslu Tapio af því að vinna í fiski á Flateyri. Svo hélt hann áfram að skrifa skáldsögur og smásögur, ásamt því að þýða kynstrin öll af íslenskum bókmenntum yfir á finnska tungu. Sérstaklega ber að nefna að hann hefur þýtt átta skáldsögur eftir Vigdísi Grímsdóttur, en einnig verk eftir Gerði Kristnýju, Guðmund Andra Thorsson, Guðberg Bergsson og Þórarin Eldjárn. Það var svo með svokölluðum Eyjaskeggjaþríleik sínum, sem kom út á árunum 2002–9, sem hann virkilega stimplaði sig inn sem þungavigtarhöfundur í sínu heima- landi. Hann rakti þar sögu fjölskyldu íbúa á eyjum nálægt Rauma frá miðri 19. öld til síðustu áratuga liðinnar aldar. Á þeim árum gaf hann einnig út bókina Yfir hafið og í steininn sem Uppheimar gáfu út árið 2009 í þýðingu Sigurðar Karlssonar, en hún fjallar um það þegar trillukarlar á vesturströnd Finnlands ferjuðu Ingerlendinga á flótta eftir seinna stríð, fólk af finnsku þjóðarbroti sem byggði landsvæðið kringum Sankti Pétursborg, og freistaði þess að komast til Svíþjóðar. Sovésk yfirvöld kröfðust þess að allir þarlendir ríkisborgarar yrðu sendir til Sovétríkjanna, þar sem þeir óttuðust að verða ákærðir fyrir að aðstoða innrásarher, eða þaðan af verra. Það má segja að með Predikarastelpunni hafi Tapio endanlega skipað sér á bekk með fremstu núlifandi skáldsagnahöfundum heimalands síns. Bókin hlaut Runeberg-verðlaunin, önnur af tvennum virtustu bókmennta- verðlaunum Finna, og fékk mjög góða dóma. Hún tilheyrir undirgrein finnskra skáldsagna sem fjalla um það hvernig samfélagið hnýtti sig saman að seinni heimsstyrjöld lokinni. Ekki er ofsagt að Finnland hafi fundið fyrir brimöldum stórsögunnar um miðja tuttugustu öld. Sovétríkin gerðu inn- rás 1939 sem lauk með ósigri Finna. Síðan gengu þeir til liðs við Þjóðverja þegar hinir sömu gerðu innrás í Sovétríkin. Það fór illa og 1944 lýstu Finnar yfir stríði á hendur Þýskalandi. Sárin sem af þessu hlutust voru enn mjög sýnileg fyrstu árin eftir stríð. Predikarastelpan nær að fanga á sannfærandi hátt óvissuástandið í Finnlandi eftir að allt var yfirstaðið. Íbúar landsins á þeim tíma gátu ekki vitað að nú færi langt tímabil friðar og farsældar í hönd. Tapio nær að kjarna þennan ótta í heimsendaspádómi Tuulikki, sem spáir því að veröldin muni farast árið 1950. Þetta gefur lesendum íróníska fjarlægð á söguefnið, við vitum jú að eftir 1950 kom 1951 og svo koll af kolli. En með því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.