Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 72
72 TMM 2017 · 3 Þórdís Gísladóttir Í veröld þar sem allt er á floti Jonas Hassen Khemiri er varla nefndur á nafn án þess að því sé hnýtt við að hann sé einn af áhugaverðustu og mikilvægustu höfundum sinnar kynslóðar eða jafnvel sá mikilvægasti. Khemiri er fæddur í Stokkhólmi árið 1978. Hann skrifar skáldsögur og leikrit og tekur þátt í samfélagsumræðunni. Auk þess að vera hylltur fyrir verk sín af gagnrýnendum er hann einnig vinsæll sölu- höfundur, en það er auðvitað ekki sjálfsagt að þetta tvennt fari saman. Á unglingsárum lék Jonas Hassen Khemiri körfubolta og lét sig dreyma um að verða rappari. Það átti ekki fyrir honum að liggja að hafa rapp að atvinnu en í verkum hans má greina áhrif frá rappi og hip-hop-tónlist. Fyrsta bók Khemiris, Ett öga rött, kom út árið 2003. Hún vakti umtalsverða athygli og fékk verðlaun sem besta byrjandaverkið það árið í Svíþjóð. Bókin er fyrstu- persónufrásögn fimmtán ára móðurlauss stráks, Halims, sem sumum hefur þótt minna á Holden Caulfield, aðalpersónu Salingers úr Bjargvættinum í grasinu. Halim neitar að verða venjulegur Svíi og finnur upp sína eigin mállýsku, hann sér í gegnum allt mögulegt, allt frá smæstu smáatriðum til trúarbragða mannkyns. Hann sér líka í gegnum pabba sinn, innflytjandann sem hugsar um fátt annað en mikilvægi þess að læra að tala góða sænsku. Halim ætlar að verða byltingarmaður og upphugsar ýmsar frumlegar leiðir til þess að afhjúpa þjóðfélagið. Ett öga rött er mjög fyndin en líka sorgleg saga. Tónn verksins er afgerandi pólitískur en það sem vakti ekki síst athygli var einstaklega frumlegur og skemmtilegur stíll höfundarins. Ett öga rött var fljótlega sett upp á leiksviði og einnig gerði Daniel Wallentin eftir henni vinsæla bíómynd. Ett öga rött fyllti ákveðið tómarúm í sænskum bókmenntum. Þarna þótti ýmsum vera kominn ungi, reiði og nýskapandi innflytjendahöfundurinn sem beðið hafði verið eftir. En þó að margir héldu annað í upphafi stökk Jonas Hassen Khemiri ekki út úr stokkhólmsku úthverfagettói. Móðir hans er sænskur sjúkraþjálfari og faðir hans kennari frá Túnis, höfundurinn er alinn upp miðsvæðis í Stokkhólmi og hlaut menntun í skólum sem flestum þykja býsna borgaralegar stofnanir. Eftir viðtöl sem birtust við Khemiri í kjölfar útgáfu þessarar fyrstu bókar, þar sem fram kom að hann væri ekki skilgetið afkvæmi stokkhólmska gettósins heldur hálfsænskur ungur menntamaður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.