Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 73
Í v e r ö l d þa r s e m a l l t e r á f l o t i TMM 2017 · 3 73 með arabískar rætur í föðurætt, var ekki laust við að einhverjir yrðu dálítið vonsviknir yfir að hann félli ekki inn í staðalmynd unga úthverfamanns- ins og að Halim væri ekki hliðarsjálf Khemiris. Í þessari fyrstu bók höfundar, sem var tuttugu og fjögurra ára þegar verkið kom út, birtist hæfi- leiki Khemiris til að leika sér með tungumálið. Málfar hins fimmtán ára Halims er heimatilbúin innflytjendasænska en samtöl persóna sem eiga að fara fram á arabísku eru skrifuð á formlegri, vandaðri sænsku. Strax í upphafi höfundarferils síns sýndi Khemiri að hann er mjög snjall í að leika sér að lesandanum, eða kannski ætti frekar að segja; leika sér við lesandann. Saga Halims er óvenjuleg þroskasaga sett fram í dagbókarformi, en hún er tvöföld í roðinu því lesandinn áttar sig á ýmsu sem aðalpersónan, sem stundum talar um sjálfan sig í þriðju persónu, virðist ekki skilja eða sjá í samhengi. Í þessu fyrsta verki kemur í raun fram eitt af helstu höfundarein- kennum Khemiris, hann er óragur við að ögra lesandanum sem þarf alltaf að vera á varðbergi gagnvart sögupersónunum, þær segja stundum ósatt, verða tvísaga, hegða sér undarlega og átta sig oft ekki á öðrum persónum í sögunni eða dæma þær hart. Höfundurinn sjálfur er líka oft á sveimi í eigin verkum, í Ett öga rött flytur ungur strákur með stelpulegt andlit, Khemiri að nafni, inn í íbúð í húsi Halims og í Allt sem ég man ekki, nýjustu skáldsögunni, er rithöfundur sem svipar mjög til Khemiris nágranni einnar aðalpersónunnar í húsi í Berlín. Önnur bók Jonasar Hassens Khemiri, Montecore – en unik tiger, kom 2006. Þar hélt hann áfram að glíma við þemu sem einnig eru miðlæg í Ett öga rött; faðirinn er mikilvæg persóna og tungumálið er stöðugt umfjöllunarefni. Sagan hefst á því að Jonas, sem hefur nýlokið við að skrifa sína fyrstu skáld- sögu, fær bréf frá manni að nafni Kadir sem kveðst vera æskuvinur horfins föður Jonasar. Kadir skrifar afar sérstaka og uppskrúfaða sænsku, sem svipar til yfirstéttarmálfars 18. aldar manns, með frönskum og arabískum frösum inn á milli. Hann leggur til að Jonas skrifi bók um föður sinn. Í gegnum bernskuminningar Jonasar og innskot frá Kadir er sagt frá ferð föðurins til Svíþjóðar og tilraunum hans til að finna sér stað í sænsku samfélagi. Monte- core – en unik tiger, hlaut verðlaun og tilnefningar, hún var m.a. tilnefnd til Augustverðlaunanna og hlaut viðurkenningu sænska ríkisútvarpsins fyrir bestu skáldsögu ársins. Montecore er falleg og angurvær saga en samtímis alveg hrikalega fyndin, ekki síst fyrir fólk sem þekkir sænskt samfélag og siðvenjur. Sagan vekur upp spurningar um hreintungustefnu og staðlað tungumál, hvort einhverjir eigi tungumálið frekar en aðrir og hvernig megi fara með það og um tengsl tungumáls, valds og sjálfsmyndar. Einnig kveikir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.