Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 78
78 TMM 2017 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð og í hvert einasta skipti fara öryggisverðirnar að hringsóla eins og hákarlar, þeir tala í talstöðvar, þeir fylgjast með í nokkurra metra fjarlægð. Og við reynum að leika að allt sé eðlilegt, við leggjum okkur fram við að nota algjör- lega óglæpsamlega líkamstjáningu. Gakktu eðlilega, Beatrice. Andaðu eins og venjulega. Farðu að geisladiskastandinum og teygðu þig í Tupac-diskinn á þann hátt að sjáist að þú hafir ekki í hyggju að stela honum. En öryggis- verðirnir halda áfram að fylgjast með og einhvers staðar, lengst inni, djúpt í sameiginlegum líkama okkar, er samt skömmustuleg ánægja af að fá að finna fyrir kerfinu sem fangaði föður okkar, að fá skýringu á því af hverju feðrum okkar varð aldrei neitt ágengt, af hverju draumar þeirra dóu í hafsjó af endursendum umsóknum. Að vera þrettán og byrja að hanga í félagsmiðstöðinni og heyra sögurnar. Vinur stóra bróður, sem reif kjaft við lögguna á Norrmalm og var hent inn í löggubíl og svo skilinn eftir með blóðnasir í Nacka-hverfinu. Frænka vinarins sem var dregin afsíðis og misþyrmt af öryggisverði í litla skúrnum við lestar- stöðina Slussen (símaskrár á lærunum svo það kæmu ekki marblettir). Vinur pabba sem löggan fann og stakk honum inn fyrir ölvun af því að hann var þvoglumæltur og það var ekki fyrr en daginn eftir sem löggan sá að eitthvað var að og á neyðarmóttökunni kom í ljós að hann var með heila- blæðingu og við útförina sagði kærastan hans: Ef þeir hefðu hringt í mig hefði ég getað sagt þeim að hann drakk ekki áfengi. Að vera þrettán og hálfs og búa í borg sem er í herkví manns með riffil og leysimið, einstaklings sem skýtur ellefu svarthærða menn á sjö mánuðum án þess að lögreglan grípi til aðgerða. Og sameiginlegur heili okkar byrjar að hugsa að það séu alltaf múslimarnir sem verða verst úti, það séu alltaf þeir með arabísku nöfnin sem hafa minnst völd (og útiloka alveg þau skipti sem aðrir hópar stjórnuðu – eins og þegar strákurinn í skólanum sem allir kölluðu „júðann“ var hlekkjaður við grindverk með hengilás í gallabuxnastrengnum og allir hlógu þegar hann reyndi að losa sig, hann hló líka, hann reyndi að hlæja, hlógum við?). Að vera fjórtán og koma út af McDonald’s á Hornsgötunni þar sem tveir lögreglumenn biðja um skilríki. Að vera fimmtán og sitja fyrir utan Expert- búð þegar löggubíll stoppar, tvær löggur koma út, biðja um skilríki, spyrja hvað sé í gangi í kvöld. Svo hoppa þeir aftur inn í bílinn. Og allan tímann er háð innri barátta. Rödd sem segir: Þeir hafa engan rétt til að dæma okkur fyrirfram. Andskotinn hafi það að þeir megi loka bænum með einkennisbúningum. Þeim er ekki heimilt að gera okkur óörugg í okkar eigin hverfi. En hin röddin segir: Hugsaðu þér ef við hefðum rangt fyrir okkur. Við töl- uðum örugglega of hátt. Við vorum í hettupeysum og strigaskóm. Við vorum í of stórum gallabuxum með grunsamlega mörgum vösum. Við gerðum þau mistök að vera með háralit þeirra sem hneigjast til afbrota. Við hefðum getað valið önnur litakorn í húðina. Við bárum eftirnöfn sem minnti þetta litla land
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.