Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 79
K æ r a B e a t r i c e TMM 2017 · 3 79 á að það er hluti af stærri heimi. Við vorum ung. Að sjálfsögðu myndi allt breytast þegar við yrðum eldri. Og sameiginlegur líkami okkar óx úr grasi, Beatrice Ask. Við hættum að hanga á frístundaheimilinu, við skiptum út hettupeysunni fyrir svartan frakka, derhúfunni fyrir trefil. Við hættum að spila körfubolta og byrjuðum að lesa hagfræði í Viðskiptaháskólanum í Stokkhólmi. Dag einn stóðum við fyrir utan aðaljárnbrautastöðina í Stokkhólmi og skrifuðum glósur í stílabók (því jafnvel þó við værum að lesa hagfræði þá áttum við okkur leynilegan draum um að verða rithöfundur). Skyndilega kom maður upp að hægri hlið okkar, stæðilegur maður með heyrnartól: „Hvernig gengur?“ Hann bað um skilríki og svo greip hann um handleggina á okkur og læsti þá saman í löggutak og færði okkur í átt að löggubílnum þar sem við áttum greinilega að bíða þar til hann fengi úr því skorið að við værum í raun og veru þau sem við sögðumst vera. Við pössuðum greinilega við lýsingu. Það var greinilegt að við litum út eins og einhver annar. Í tuttugu mínútur sátum við í löggubílnum. Ein. Samt ekki alveg ein. Því hundruð manna gengu framhjá. Og þau litu á okkur með augnatilliti sem hvíslaði: „Það var og. Einn enn. Enn einn sem hegðar sér í samræmi við alla okkar fordóma.“ Og ég óska mér að þú hefðir verið með mér í löggubílnum, Beatrice Ask. En það varst þú ekki. Ég sat þar einn. Og ég horfðist í augu við alla sem fóru hjá og reyndi að gefa til kynna að ég væri ekki sekur, að ég hefði bara staðið og litið út á ákveðinn hátt. En það er erfitt að halda fram sakleysi sínu í aftur- sætinu á lögreglubíl. Og það er útilokað að finna til samkenndar þegar Valdhafinn gerir stöðugt ráð fyrir að þú sért Hinn. Eftir tuttugu mínútur var okkur sleppt úr löggubílnum, engin afsökunar- beiðni, engin skýring. Í staðinn: „Þú mátt fara núna.“ Og líkami okkar sem dældi adrenalíni á fullu yfirgaf staðinn og heilinn í okkur hugsaði: „Ég ætti að skrifa um þetta:“ En fingurnir vissu að það mundi ekki gerast. Því reynsla okkar, Beatrice Ask, er ekkert í líkingu við það sem hendir aðra, líkami okkar er uppalinn innan borgarmarkanna, mamma okkar er frá Svíþjóð, raunveru- leiki okkar er hreinasti barnaleikur í samanburði við það sem þeir verða fyrir sem eru algjörlega valdalausir, úrræðalausir án skilríkja. Við eigum ekki yfir höfði okkar að vera send burt. Við eigum ekki á hættu að vera sett í fangelsi ef við komum aftur. Og í þeirri vissu að aðrir hefðu það svo miklu verra þá völdum við þögn í stað orða og árin liðu og löngu seinna var Reva sett á laggirnar, löglegt og skilvirkt verklag til að finna ólöglega innflytjendur. Lögreglan byrjaði að leita að fólki í verslunarmiðstöðvum og stóð fyrir utan heilsugæslustöðvar sem hjálpuðu hælisleitendum og fjölskyldur með börn sem fædd voru í Svíþjóð voru sendar úr landi til landa sem börnin höfðu aldrei komið til og sænskir borgarar voru neyddir til að sanna að þeir ættu rétt með því að sýna vegabréf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.