Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 84
84 TMM 2017 · 3 Alda Björk Valdimarsdóttir  Jane Austen: Ævi, ástir og framhaldslíf Tveggja alda ártíðar hinnar frægu ensku skáldkonu Jane Austen (1775–1817) hefur verið minnst víða um lönd á árinu 2017, en þó sérstaklega í Hamp- shire í Suður-Englandi, þar sem Austen bjó stærsta hluta ævi sinnar. Jane Austen Hampshire Cultural Trust hefur ásamt Jane Austen’s House Museum skipulagt umfangsmikla hátíð með ýmsum uppákomum, eins og myndlistar- sýningum, fyrirlestrum, gönguferðum, ritlistar- og ljósmyndakeppnum og leiksýningum.1 Í Basingstoke og nágrenni í Hampshire má á afmælisárinu meðal annars sjá 24 bekki, handmálaða af listamönnum, hannaða eins og opna bók með myndskreytingum úr skáldsögum hennar. Síðast en ekki síst var nýr 10 punda peningaseðill með mynd af Jane Austen tekinn í notkun þann 18. júlí, 2017 við hátíðlega athöfn í dómkirkjunni í Winchester, en á þeim degi lést hún fyrir 200 árum og var grafin undir kirkjugólfinu.2 Öllum þessum viðburðum voru gerð góð skil í heimspressunni, t.d. vest- rænum stórblöðum eins og The Guardian og The New York Times, en áhug- inn sem vestrænir fjölmiðlar sýna skáldkonunni er rökrétt niðurstaða af því blómaskeiði í viðtökum á Austen sem hefur nú staðið yfir í þrjá áratugi, eða frá árinu 1995, þegar þrjár kvikmyndaaðlaganir á verkum eftir hana litu dagsins ljós. Þá fór af stað endurvakning á verkum hennar sem enginn endir virðist vera á, en fjöldi nýrra aðlagana, þýðinga og hliðarsagna spretta upp á hverju ári. Áhrif Jane Austen á afþreyingarmenningu kvenna í samtímanum eru gríðarleg, m.a. hefur hún haft djúpstæð áhrif á karlpersónur vinsælla ástarsagna og kvenhetjur skvísusagna eru einnig mótaðar eftir kvenhetjum Austen. Lífshlaup og helstu verk Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George og eiginkonu hans Cassöndru en þau eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var næstum þremur árum eldri. Hún var jafnframt hennar besti vinur og lífsförunautur, en hvorug systranna giftist. Jane Austen byrjaði ung að skrifa eða 11 ára gömul,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.