Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 89
J a n e A u s t e n : Æ v i , á s t i r o g f r a m h a l d s l í f TMM 2017 · 3 89 Því má halda fram að Jane Austen sé nútímalegasti rithöfundur 19. aldar- innar og hefur hún haft mikil áhrif á kvennamenningu samtímans. Írónísk frásagnarrödd Austen afhjúpar hræsni, snobb og uppgerð efri stéttar auk þess sem sögur hennar takast á við siðblindu, hroka og mannasiði um leið og þær segja frá ást og tilhugalífi kvenna sem reyna að fóta sig í karlaheimi. Á undanförnum árum hefur það farið vaxandi að aðdáendur skáld- konunnar leiti skýringa í lífi hennar á því hvernig hún fór að því að skrifa svo magnaðar ástarsögur. Það þykir undarlegt að einn mesti ástarsagna- höfundur vestrænnar menningar skuli sjálf ekki hafa gengið út. Í grein sem Austenfræðingurinn Deidre Lynch skrifar fyrir bandaríska tímaritið Slate spyr hún hvers vegna aðdáendur Austen séu svona uppteknir af hjúskapar- stöðu hennar og mögulegum ástum: „Hvers vegna eru svo margir aðdáendur Austen áfjáðir í að sanna að jafnvel þótt hún kæmist aldrei að altarinu, en þangað kom hún kvenhetjum sínum gjarnan, þá hafi hún raunverulega verið góður kvenkostur?“17 Spurning Lynch vísar, eins og áður hefur komið fram, til umfangsmikils sviðs í umræðunni um Jane Austen, en ástalíf hennar er viðfangsefni í fjöl- mörgum ævisögum og fræðigreinum, ekki síður en skáldverkum sem byggja á lífshlaupi skáldkonunnar, jafnt skáldsögum og kvikmyndum. Fjallað er um „leyndu“ ástina í lífi hennar, eftirsjá Jane vegna glataðra tækifæra, og jafnvel misheppnað líf hennar. Austen sé þannig að skrifa sig frá þungbærri, harmrænni reynslu sem hafi mótað hana í senn sem manneskju og skáld- sagnahöfund, en skáldsögurnar eru taldar veita okkur óbeinan aðgang að lykilaugnablikum úr lífi skáldkonunnar, stundum sem nánast ekkert er vitað um. Sögurnar verða samkvæmt þessu að tilraunum skáldkonunnar til að endurskapa raunveruleg ástarævintýri sín, vinna úr þeim og festa þau í minningunni. Í þessu samhengi má nefna að ævisagnahöfundurinn Jon Spence gerði mikið úr sambandi Jane og Toms og les það sem lykilatburð fyrir líf Jane Austen, atburð sem gerði hana að rithöfundi, í áðurnefndu verki sínu Becoming Jane Austen. Ævisaga Spence og kvikmyndin Becoming Jane varpa ljósi á þá tilhneigingu lesenda skáldsagna Austen að vilja sjá hana ástfangna, að bæta fyrir það sem virðist vera líf án ástarsambanda og gera hana jafnvel hugsjúka af ástarþrá. Því hvernig getur það farið saman að höfundur mikil- fengustu ástarsagna 19. aldarinnar hafi aldrei kynnst töfrum og sársauka ástarinnar?18 Þannig má sjá hvernig aðdáendur dæma rithöfundinn með hliðsjón af viðfangsefni hans og telja að skrifin hafi verið flótti, dagdraumar og fantasía en þannig er einmitt lesandi vinsælla ástarsagna útskýrður af hefðinni, dag- draumar hans eru taldir hættulegir því þeir koma í veg fyrir að hann geti lifað lífinu til fulls. Sjónvarpsþáttaröðin Lost in Austen fangar vel viðhorf okkar til ástarsagnalesturs sem þráhyggju. Aðalhetja þáttaraðarinnar, Amanda Price, ánetjast eftirlætisskáldsögu sinni, Hroka og hleypidómum. Strax í upphafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.