Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 91
J a n e A u s t e n : Æ v i , á s t i r o g f r a m h a l d s l í f TMM 2017 · 3 91 og gera söguhetju Austen myrkari og hættulegri en sjálf fyrirmyndin. Umbreytingu Darcys í gotneska hetju má glögglega sjá í ýmsum hrollvekjum sem skrifaðar hafa verið upp úr Hroka og hleypidómum, t.d. í fjórum nýlegum vampíruaðlög- unum, sögunum  Mr. Darcy, Vam- pyre eftir Amöndu Grange, Vampire Darcy’s Desire eftir Reginu Jeffers, Pulse and Prejudice og Dearest Bloodiest Elizabeth eftir Collette L. Saucier. Undir lokin hefur Darcy að ein- hverju leyti verið taminn í þessum sögum og sigrast á sínum innri djöfl um. Þessi lýsing á Darcy er einnig í anda hugmynda Jayne Ann Krentz um að ástarsögur séu byggð- ar á goðsögum á borð við frásögnina af Persefónu, því konan sé numin á brott af dularfullum og valdamiklum karli sem endi á því að verða gagntekinn af henni og tilbiðja hana.25 Fantasía lesandans sem les ástarsögur felst að einhverju leyti í því að konan sigrast á hinum valdsmannslega karli sem beygir sig undir vilja hennar: „Hvers vegna er þessi endir svona fullnægjandi,“ spyr Doreen Owens Malek: „Ekki aðeins vegna þess að ástin hefur sigrað, heldur vegna þess að hann hefur gefist upp og hún hefur unnið.“26 Stærstu áhrif Jane Austen á ástarsöguna liggja í persónueinkennum karl- hetjunnar. En skáldkonan hefur sömuleiðis mótað aðra kvenlega bókmennta- grein en það eru svokallaðar skvísusögur sem komu fyrst fram á sjónarsviðið á tíunda áratug síðustu aldar og hafa fest sig rækilega í sessi sem nútímagrein í bókmenntum. Gjarnan er litið svo á að Helen Fielding hafi skrifað fyrstu nútímalegu skvísusöguna með Dagbók Bridget Jones, sem fór af stað sem dálkur í breska blaðinu The Independent árið 1995 og er sagan að einhverju leyti aðlögun á Hroka og hleypidómum eftir Austen. Augljósustu vísun Fielding í Austen má sjá í að karlhetjan heitir Mark Darcy eftir þekktustu karlhetju Austen og er hann að mörgu leyti byggður á honum. En innan skvísusagnanna liggja áhrif Jane Austen þó fremur í persónu- sköpun kvenhetjunnar en karlhetjunnar. „Mér verður illt og ég verð illgjörn þegar ég sé ímyndir fullkomleikans […]“ sagði Austen í bréfi til frænku sinnar Fannyar Knight.27 Þessi orð varpa ljósi á viðhorf skáldkonunnar til kvenhetja sinna og um leið áhrif hennar á bókmenntagreinina. Raun- sæisáhrifin í skvísusögum felast að hluta til í því að hin dæmigerða kvenhetja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.