Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 92
A l d a B j ö r k Va l d i m a r s d ó t t i r  92 TMM 2017 · 3 er miklu fremur gölluð en fullkomin og þannig eiga lesendur auðveldara með að samsama sig henni. Eins og Suzanne Ferriss og Mallory Young benda á í þekktu greinasafni um þessa nýju bókmenntagrein gerir skvísan gjarnan grín að sjálfri sér; hún getur verið dónaleg, yfirborðsleg, þjáðst af ýmis konar áráttu, verið taugaveikluð, óörugg, djörf, metnaðarfull eða hnyttin, en þrátt fyrir það (eða kannski vegna þess) „elskum við hana“.28 Skáldsögur Jane Austen eiga að sama skapi í samræðu við mannasiðabækur og hegðunarrit átjándu og nítjándu aldar, rétt eins og skvísusögur nútímans eiga í textatengslum við glanstímarit og sjálfshjálparbækur samtímans. Kven- persónur Austen falla yfirleitt ekki vel að fullkominni kvenímynd hegðunar- ritanna og kvenlegar dyggðir þeirra og hegðun eru ekki endilega í samræmi við það sem æskilegt þótti á tímabilinu. Menntun er vissulega mikilvæg fyrir kvenpersónur Austen en þær eru ekki uppteknar af henni og þær skara ekki framúr á eftirsóknarverðum sviðum, líkt og í teikningu, söng, lestri, tónlist eða tungumálum. Skáldkonan leggur einmitt áherslu á það að sumar þeirra séu ekkert sérstaklega iðjusamar, og má þar einkum nefna Emmu, Catherine Morland og Elísabetu Bennet, þótt sú síðarnefnda búi yfir meiri visku en stallsystur hennar. Bridget Jones er fyrsta stóra persóna bókmenntagreinarinnar og sú sem líklega skilgreinir hana best. Hún er gallagripur sem lesendur hafa löngum tekið ástfóstri við. Hún virðist alltaf vera að lýsa því yfir að hún hafi aldrei verið jafn niðurlægð um ævina. Bridget er hvorki gullfalleg né heilsteypt kvenhetja og mikil áhersla er lögð á hversu óánægð hún sé með útlit sitt enda passar hún ekki inn í þá hefðbundnu mynd sem dregin er upp af konunni í tískublöðum: „Af hverju er ég svona óaðlaðandi? Af hverju? Meira að segja karlmanni í býflugnasokkum finnst ég hryllileg“ skrifar Bridget í dagbók sína eftir fyrsta fund sinn með Mark Darcy.29 Bridget Jones minnir ekki aðeins á Elísabetu Bennet hetju Hroka og hleypi- dóma, þótt fyrst og fremst hafi verið dregin upp samsvörun með bókaflokki Fielding og þeirri skáldsögu í fræðilegri umræðu. Um margt svipar henni meira til Catherine Morland, söguhetju Northanger Abbey. Catherine er líkt og Bridget Jones ekki hefðbundin kvenhetja í skáldsögu og hún myndi líklega vera fyrst til þess að viðurkenna það sjálf. Í Northanger Abbey er lögð áhersla á að Catherine Morland passi ekki inn í hlutverkið sem henni hefur verið ánafnað, sem kvenhetja í ástarsögu: Engum sem þekkti til Catherine Morland í æsku hefði komið til hugar að þar færi framtíðarkvenhetja. Félagsleg staða hennar, skapgerð foreldra, persónuleiki og lyndiseinkunn, allt lagðist á eitt gegn henni […]. Hún var horuð og luraleg í sköpu- lagi, guggin, með föla, litlausa húð, dökkt líflaust hár, en svipsterk – eru þá ytri ein- kennin öll upptalin – og ekki virtist hugur hennar líklegri til hetjudáða.30 Catherine Morland hefur ekkert við sig sem gerir hana áhugaverða sem kven- hetju í ástarsögu, hvorki útlit né persónuleika. Tíu ára gömul leikur hún sér í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.