Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 93
J a n e A u s t e n : Æ v i , á s t i r o g f r a m h a l d s l í f TMM 2017 · 3 93 strákaleikjum, hefur enga tilfinningu fyrir kvenlegri iðju, eins og garðrækt, hún er ekkert sérstaklega vinnusöm og hefur litla einbeitingu: „Hún hvorki lærði né skildi nokkurn hlut án leiðsagnar og jafnvel ekki þá, því að hún tók gjarnan illa eftir og var stundum hreinlega heimsk.“31 Hún nennir ekki að læra á hljóðfæri, teiknar ekkert sérstaklega vel, er oft skítug og hávaðasöm en hefur góða skapgerð, gott hjartalag og er vinaleg við börn. En á sextánda aldursári verður loks breyting til batnaðar, hún verður kvenlegri og útlitið ásættanlegra. Þegar meginatburðir sögunnar hefjast er hún „næstum því sæt“.32 Í kjölfarið fer hún að lesa bækur sem búa hana undir hlutverk sitt sem kvenhetju, en sem slík lendir hún reyndar fyrst og fremst í pínlegum, skömmustulegum aðstæðum og gerir sig að fífli. Í þessu felast einmitt megineinkennin í persónusköpun kvenhetjunnar í skvísusögum. Algengt er að kvenhetjan sé á skjön við þann heim sem karl- hetjan byggir, en þótt klaufaskapurinn, vandræðagangurinn og endalaus og síendurtekin niðurlæging skvísunnar geri það að verkum að lesanda finnist karlhetjan stundum yfir hana hafin þá er sú skýring einnig sett fram að hún sé ómótstæðileg vegna þess hversu opin, fjörug og lífleg hún sé. Mark Darcy viðurkennir sjálfur að Bridget sé engri lík: „Bridget, allar aðrar stúlkur sem ég þekki eru svo tilhafðar og lakkaðar. Ég þekki enga aðra sem myndi næla kanínuskott á nærbuxurnar sínar“.33 Þessi orð karlhetjunnar kallast á við samræður Elísabetar og herra Darcy þegar þau eru nýlofuð þar sem hún spyr: „Vertu nú hreinskilinn, varðstu hrifinn af því hvað ég var ósvífin?“ Herra Darcy svarar: „Ég varð hrifinn af því hvað þú varst fjörug.“34 Kvenhetjur Austen eru flestar sterkar, sjálfstæðar konur sem láta ekki beygja sig eða stýra sér; konur sem vita hverjar þær eru og hvað gerir þær hamingjusamar. Þvert á óskafyrirmyndina eru kvenhetjur skvísusagna með sjálfsmyndarbrest, ósáttar við sjálfar sig og karlmennina í lífi sínu, óánægðar með útlitið og/eða líkar illa í vinnunni. Sumar kljást við allt þetta. Eins og Naomi Wolf bendir á í The Beauty Myth hafa konur í samtímanum meiri peninga, meiri völd, fleiri tækifæri og meiri lagalega viðurkenningu en nokkru sinni fyrr, en vegna þess hve illa þeim líður vegna líkama síns og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.