Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 99
H u g v e k j a TMM 2017 · 3 99 stjórn- og fjármála voru borubrattir í sjónvarpi og héldu höfðinu hátt, engin spurning gat lengur komið þeim á óvart. Á eyjunni, sem stundum var kölluð í lágu hljóði „nusquam“ þegar enginn heyrði, var einn varðmaður og bjó hann í tjaldi við hliðina á tölvunni. Hann var leystur af á hálfs mánaðar fresti. En þegar allt hafði gengið vel um langa hríð, vildi svo til að sá sem átti að leysa varðmanninn af hólmi fann ekki eyna. Hann sannprófaði hnattstöðu hennar, mældi aftur og aftur sína eigin hnatt- stöðu, en allt kom fyrir ekki, eyjan var horfin eins og sjávardjúpið hefði gleypt hana. Eftir að hafa siglt fram og aftur um svæðið góða stund ákvað hann að hætta leitinni, en þá sá hann eitthvað á floti skammt undan; þetta var varðmað- ur eyjarinnar sem hélt sér í örvæntingu í tjaldstólpa. Hann var örmagna, en áður en hann gaf upp öndina gat hann hvísl- að eitt orð „hvalurinn … hvalurinn“, sem afleysingamaðurinn skildi þó ekki en skrifaði skilvíslega niður. Þetta orð fylgdi með í skýrslunni sem hann skrif- aði síðan, en með spurningarmerki á eftir. Og þannig var málum komið þegar forstjóri og yfirhagfræðingur Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins reyktu þöglir sína vindla í náttmyrkrinu í Dauðadalnum. Svo tók yfirhagfræðingurinn til máls: „Eini sjónarvotturinn að því sem gerst hafði var látinn, við höfðum ekk- ert annað í höndunum til að leysa gát- una en þetta dularfulla orð „hvalurinn“. En það varð að hafa hraðar hendur, því ekki mátti vitnast innan fjármálaheims- ins að tölvan væri á braut, kannske lent í höndunum á einhverjum fjandsamleg- um aðilum, því lét ég mér nægja að koma vitneskjunni áfram til þín og örfárra annarra, án þess að fara út í smáatriði – eins og orðið „hvalur“ – og ákvað að fylgja sjálfur þessum þræði eftir. Ég skoðaði alvíssnetið, en síðan þar var tekið til fyrir þremur árum og öll úrelt vitneskja þurrkuð burt var þar ekki lengur að finna neitt um hvali. En í Argentínu fannst hlutur af því tagi sem menn kölluðu „bækur“ áður fyrr og þar mátti lesa skilgreiningu orðsins.“ „En lá ekki beinast við að leita til dýrafræðinga?“ rumdi í forstjóranum. „Þeir læra ekki um neitt nema þær dýrategundir sem enn lifa, því er námið orðið stutt og einfalt.“ Forstjórinn þagði, örvæntingarsvip- urinn leyndi sér ekki. „En þó er enn leið“, hélt yfirhagfræð- ingurinn áfram. „Einhvern tíma áður fyrr voru til menn sem kallaðir voru „sagnfræðingar“ og höfðu það starf að rannsaka fortíðina. Með dyggri aðstoð CIA sem liggur á öllum sínum tölvu- kerfum og spjaldskrám til vonar og vara komst ég að því að einn sagnfræðingur lifir enn, í mikilli einangrun. Nú ætla ég að hafa uppi á honum, hvar sem hann er að finna, og bera þetta furðulega fyrir- bæri undir hann, en þú verður að reyna að sjá til þess á meðan að allt líti eðlilega út á yfirborðinu, engan gruni eitt eða annað. Innistæður banka, svo og fjár- málastofnana og vogunarsjóða, – semsé aleigur miljarðamæringanna og allar upplýsingar um fjármál þeirra – eru geymdar í þessari tölvu og munu glatast með henni. Kannske væri rétt að fara nú þegar að setja upp öryggisnet kringum hótel sem eru á mörgum hæðum.“ Að svo mæltu gengu þeir félagar á braut með örlítinn vonargneista í hjarta. Yfirhagfræðingurinn fór að búa sig til langferðar, hann fékk kort og leiðarvísi hjá yfirmönnum CIA, og útbjó sig sam- kvæmt ráðleggingum þeirra; honum þótti réttast að líta þannig út að engan grunaði hvaða starf hann hefði með höndum. Svo valdi hann sér trausta förunauta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.