Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 102
102 TMM 2017 · 3 Úlfhildur Dagsdóttir Innviðir skáldskaparins Álfrún Gunnlaugsdóttir: Fórnarleikar, Mál og menning 2016 Hús ættarinnar tekur miklum breyting- um í skáldsögu Álfrúnar Gunnlaugs- dóttur, Fórnarleikar. Sagan segir frá fjórum kynslóðum sem búa í þessu húsi, einhversstaðar nærri miðbæ Reykjavík- ur, samskiptum þeirra, minningum, arf- leifð og átökum. Framvindan er nokkuð línuleg og byggist á öru flökti milli per- sóna sem segja sína sögu, rifja upp minningar og kallast þannig á milli kyn- slóða. Þar ber fyrstan að nefna rithöf- undinn Magna, fulltrúa yngstu kynslóð- arinnar af þessum fjórum, en hann á bæði upphafs- og lokakaflann. Hann finnur kassa með kassettum sem móðir hans, Regína, tók upp og reyndi þar að skrá sögu fjölskyldu sinnar. Þetta vekur forvitni hans og hann ákveður að vinna sögu upp úr þessu efni: „Mér hafði sýnst að fjölskylda mín ætti sér sögu sem kynni að vekja áhuga og gaman væri að glíma við“ (198). Hann hugsar sér „að þetta nýjasta nýja raunsæi í skáldskap, óskáldaða skáldsagan“ höfði til sín, og að „[s]káldsaga sem ekki væri skálduð hlyti að sníða sig eftir óskálduðum veruleika“ (199). En þá vaknar spurningin: „En var hún þá í raun skáldsaga?“ (199) og út frá því fer hann að velta fyrir sér grundvall- aratriðum skáldskapar, meðal annars hlutverki blekkingarinnar og því að „samspil persóna í skáldskap er gerólíkt samspili fólks í lífinu“ (198). Þetta birtist meðal annars í því að „persónur opna ekki munninn án þess að það hafi merk- ingu eða afleiðingu fyrir framvindu sög- unnar“, því „[s]káldsaga stefnir ævinlega í átt að tilteknum endalokum“ (198). En þannig er það ekki í lífinu. Niðurstaðan er sú að það eru „fyrir hendi vissar tak- markanir í innviðum skáldskapar, sem tilheyr[a] honum einum, og erfitt [er] að rjúfa“ (199). Hugleiðingar Magna eru mjög í takt við þá umræðu sem hefur verið í kring- um æviskrif, eins og kemur fram í umfjöllunum Gunnþórunnar Guð- mundsdóttur sem hefur í bókum og greinum sýnt fram á hvernig höfundar æviskrifa takast á við þennan mun sannleika og skáldskapar og eru stöðugt að vinna með markalínur lífsins og skáldsögunnar í verkum sínum á einn eða annan hátt. Í nýjustu bók sinni, Representations of Forgetting in Life Writing and Fiction (2016), fjallar hún sérstaklega um þátt minninganna í þessu fuglafiti ‚óskálduðu skáldsögunn- ar‘ og leggur áherslu á mikilvægi gleymskunnar eins og fram kemur í titl- inum. Því líkt og skáldsagnahöfundar taka höfundar æviskrifa virkan þátt í blekkingarleik skáldsögunnar sem felst í þeim þögula sáttmála höfundar og les- enda „að annar ætli að blekkja og hinn að láta blekkja sig“ (199) eins og Magni orðar það. Þennan blekkingarleik mætti einnig kalla fórnarleik, því öll æviskrif byggja á því að velja og hafna; minning- um, gleymsku, fólki, hugmyndum og skoðunum. Það sama gerist auðvitað í skáldsögunni, einhverju er alltaf fórnað í þágu þessara ósögðu en órjúfanlegu innviða skáldsögunnar. U m s a g n i r u m b æ k u r
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.